Hvernig væri að þýða tölvuleiki? Sigurður Karl Pétursson skrifar 7. júní 2022 13:30 Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Fyrir örfáum dögum bárust þær fréttir frá Frönsku akademíunni, sem hefur það hlutverk að rækta franska tungu, að ákveðið hefði verið að banna ýmis tökuorð sem tengjast tölvuleikjum og nota í staðin frönsk heiti. Sem dæmi má nefna að stofnanir tengdar tölvuleikjum eiga að tala um „joueur professionnel“ í staðinn fyrir „pro gamer“, og „joueur-animateur en direct“ í staðinn fyrir „streamer“. Aðrar þjóðir hafa einnig þýtt orð og hugtök úr heimi tölvuleikja, þar á meðal Ísland, en hvaða gagn gerir það ef leikirnir sjálfur eru ekki þýddir? Þegar ég var yngri spilaði ég tölvuleiki, þótt það væri í minna mæli en ég geri núna. Sem ungur drengur bjó ég í Belgíu. Þar deildi ég PlayStation 2 tölvu með bróður mínum. Þegar ég keypti leiki þurfti ég alltaf að kíkja á hulstrið á leiknum til að vera viss um að leikurinn væri á ensku, ekki frönsku eða flæmsku, enda kunni ég ekkert í þeim ágætu tungumálum. Á þessum tíma var ekki nægilegt pláss á diskunum til að vera með fleiri en eitt tungumál ef leikurinn var talsettur. Það var því snúið að kaupa tölvuleiki utan enskumælandi landa, því að alltaf gat maður lent á tungumáli sem enginn á heimilinu kunni. Megnið af lesefni barna á ensku Eftir því sem tæknin þróaðist höfðu diskarnir meira pláss, og því var yfirleitt hægt að velja á milli tungumála. Ég man þegar ég settist upp í sófa að spila glænýjan leik á PlayStation 3 og ég þurfti að velja tungumál. Mér brá alltaf að sjá fjölda þýðinga, allar með fullri talsetningu og þýðingu á textanum; hægt var að spila leikinn á þýsku, frönsku, rússnesku, kínversku, ítölsku, pólsku og spænsku, og svona mætti lengi telja. En aldrei var hægt að spila á íslensku. Við höfum alltaf þýtt barnaefni, bækur og kvikmyndir til að efla og varðveita tunguna – og um áratuga skeið hefur ekki þýtt að bjóða upp á annað en að talsetja barnamyndir. Aftur á móti hefur algjörlega gleymst að þýða tölvuleiki, vinsælustu afþreyingu barna í dag. Raunveruleikinn er sá að börn lesa ekki jafn mikið og áður og það sem þau lesa utan skólans er meira og minna á ensku, því að við þýðum ekki tölvuleikina. Um 90% barna spila tölvuleiki – á ensku Við gætum að minnsta kosti byrjað á því að þýða vinsælustu nettölvuleikina sem Íslendingar spila, eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive, Overwatch, Valorant, Fifa og Fortnite. Allir þessir leikir eru talsettir og í League of Legends er meira að segja hægt að lesa lýsingu á hverjum einasta karakter. Ungir Íslendingar eru talsvert líklegri til að lesa það en nýjustu glæpasögur okkar vinsælu höfunda. Samkvæmt könnun Gallup frá árinu 2019 spila um 66% Íslendinga tölvuleiki, karlar spila í sjö klukkustundir á viku og konur í fimm. 39% Íslendinga spila leiki í tölvunni, 27% í leikjatölvum eins og PlayStation og 50% í síma. 65% barna á aldrinum 3-5 ára spila tölvuleiki, 94% á aldrinum 6-12 ára og 86% barna á aldrinum 13-17. Með öðrum orðum: Um 90% barna á aldrinum 6-17 ára spila tölvuleiki – á ensku. Við erum því miður að tapa baráttunni við að varðveita íslenska tungu, því að við leggjum einfaldlega ekkert á okkur til að þýða tölvuleiki. Við talsetjum bíómyndir – ekki tölvuleiki Eini tölvuleikurinn á íslensku, svo ég viti til, er Minecraft. Það er allt og sumt. Svo eru að sjálfsögðu „single player“-leikir (það er ekki til góð þýðing á þessu hugtaki, svo ég viti til) þar sem frekar er lögð áhersla á söguþráð en keppni, eins og God of War (2018) og Witcher 3 (2016), sem fólk líkir oft við kvikmyndir. Við talsetjum barnamyndir á íslensku og textum kvikmyndir ætlaðar eldri hópum. Af hverju talsetjum við ekki tölvuleiki? Ég skora á Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Ásmund Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra að grípa til sinna ráða og stuðla að því að tölvuleikir verði þýddir til að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu. Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla Íslands.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun