Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. júní 2022 13:30 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir að allir þurfi að sammælast að um forgangsmál sé að ræða. Vísir/Vilhelm Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu aukist stöðugt milli ára en á sama tíma sé geta stjórnvalda til að tryggja nauðsynlega þjónustu undir væntingum og biðin of löng. Gerðar voru sjö tillögur að úrbótum, sem snúa að öflun upplýsinga, greiningu og utanumhald, að samfellda og samþætta þjónustu, fækka gráum svæðum, bæta aðgengi, stuðla að framboði hæfs fagfólks, tryggja tilvist geðheilsuteyma og vanda til verka við gerð aðgerðaáætlana og eftirfylgni þeirra. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis hefur verið með málið til umfjöllunar og verður álit hennar kynnt á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður nefndarinnar, segir mikilvægt að nýta tilmæli Ríkisendurskoðunar. „Það er því miður þannig að það er fátt sem kemur á óvart í þessum tilmælum og í lýsingunni á stöðu geðheilbrigðisþjónustu, en þeim mun brýnna að taka höndum saman um að ákveða hvernig eigi að halda fram veginn,“ segir Þórunn. Lífsnauðsynlegt að bregðast við Stærsta áskorunin sé að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga og útrýma biðlistum þannig börn, ungmenni og fullorðnir þurfi ekki að bíða vikum og mánuðum saman eftir lífsnauðsynlegri þjónustu. Of mörg dæmi séu um slíkt. „Við vitum að það hefur bæði áhrif á lífsgæði þeirra, aðstandenda þeirra, framgöngu sjúkdóma og svo framvegis, og við bara hreinlega verðum að bæta úr því. Það er lífsnauðsynlegt,“ segir Þórunn. Vandinn er ekki nýr af nálinni en ítrekað hefur verið varað við slæmri stöðu í geðheilbrigðismálum. „Við kannski erum aðeins of oft búin að gera átak í hinum og þessum þætti geðheilbrigðisþjónustunnar en það sem við þurfum núna er langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir til langs tíma og við þurfum að hafa yfirsýn yfir málaflokkinn, sem hefur því miður skort,“ segir Þórunn. Þá þurfi úthald og pólitískt þrek. „Þannig að það skipti ekki máli í rauninni hverjir séu í ríkisstjórn heldur að við séum öll sammála um að þetta sé algjört forgangsmál,“ segir hún.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira