„Rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2022 19:45 Bjarni Fritzson er tekinn við þjálfun ÍR-inga á ný. Stöð 2 Bjarni Fritzson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild ÍR og mun því þjálfa liðið næstu árin í Olís-deild karla í handbolta. Hann segir verkefnið sem framundan er spennandi. Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Bjarni þjálfaði ÍR-inga með góðum árangri frá 2014 til 2020, en liðið lék í Grill66-deildinni á seinasta tímabili. „Við erum að koma hérna upp og við erum að flytja í nýja aðstöðu þannig að þetta er svakalega spennandi og skemmtilegt verkefni,“ sagði Bjarni í samtali við Gaupa á Stöð 2 í dag. „Það er rosalega bjart framundan hjá okkur ÍR-ingum. Við erum að ala svakalega mikið af góðum strákum upp þannig að lít á þett sem skemmtilega og spennandi áskorun.“ Seinast þegar ÍR-ingar voru í Olís-deildinni var gengið ekki gott. Liðið féll tímabilið 2020-2021 án þess að fá eitt einasta stig, en Bjarni telur þó ekki að hann þurfi að styrkja hópinn mikið fyrir komandi tímabil. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá er fullt af tækifærum í þessum leikmannahóp og mikið af flottum strákum sem ég þekki vel. Augljóslega þarf maður að finna góðar og réttar styrkingar þegar lið kemur svona upp og vonandi tekst það.“ Lyftistöng fyrir félagið ÍR-ingar eru að flytja sig í nýja aðstöðu og í félaginu er unnið mikið og gott starf. Bjarni segir að þetta sé eitthvað sem lengi hafi verið beðið eftir í Breiðholtinu og að þetta muni sameina félagið. „Þetta mun bara gjörbreyta öllu. Ég segi það að þetta muni færa okkur upp um mörg „level“ og líka bara sameina félagið sem við erum búin að bíða eftir síðan ég var svona sex ára. Þess vegna vill ég líka taka þátt, af því að maður er búinn að bíða eftir þessari aðstöðu og þessari umgjörð síðan maður var lítill polli. Loksins þegar þetta tekst að þá langar manni að taka þátt.“ Klippa: Bjarni Fritzson Bjarni kemur aftur inn í þjálfun eftir að hafa verið sérfræðingur í Seinni bylgjunni þar sem hann gat horft á handboltann á Íslandi með öðrum augum en á hliðarlínunni. Hann segir hluta af ástæðunni fyrir því að hann hafi snúið aftur í þjálfun vera gæði deildarinnar. „Ein af ástæðunum fyrir því að mig langaði að fara aftur inn í þetta var að mér fannst handboltinn sem var spilaður hérna - sérstaklega undir lokin hjá Val og ÍBV - gjörsamlega stórkostlegur.“ „Ég algjörlega heillaðist af honum og mér fannst svo frábært að sjá hversu virkilega góðu handbolti er spilaður hérna. Þannig að mig langaði pínu að taka þátt í því. Við erum að þróa okkur í átt að því að vera þessi sjúklega hraði og skemmtilegi handbolti og svo eru menn líka að leggja alveg svakalega mikið í þetta. Ungu strákarnir eru langt á undan öllum öðrum. Byrjaðir í ólympískum lyftingum og gera sig klára. Þannig að við erum að fá þá mjög snemma bara ótrúlega flotta inn í deildina.“ „Grunnurinn er miklu betri en þegar ég var að koma upp og þessir strákar eru miklu, miklu betri en við,“ sagði Bjarni léttur að lokum. Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti Olís-deild karla ÍR Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira