Frábært ef ég get verið fyrirmynd fyrir unga feður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 10:30 Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics og faðir. Ezra Shaw/Getty Images Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður. Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira