„Mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 16:30 Það hefur lítið gengið upp hjá Aftureldingu í sumar. Vísir/Hulda Margrét „Það er alltaf gott þegar þjálfari er ánægður, þá er ekkert hægt að kvarta,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna, eftir viðtal þjálfara Aftureldingar sem hafði rétt á undan tapað 6-1 fyrir Íslandsmeisturum Vals. Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Alexander Aron Davorsson stýrir nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Liðið situr á botni töflunnar með þrjú stig að loknum átta umferðum. Liðið steinlá gegn meisturum Vals en Alexander Aron var samt sem áður sáttur. „Leikmenn hljóta þá að vera spila eftir leikplaninu sem er þetta, að sækja og vera viðbúnar að fá á sig mörk. Er það ekki?“ Spurði Helena þær Mist Rúnarsdóttur og Hörpu Þorsteinsdóttur en þær eru sérfræðingar þáttarins. „Jújú ætli það ekki. Þú þarft að fara inn í mótið með hugmyndafræðina þína, hversu lengi ertu fastur í henni og hversu mikla trú hefur þú á henni,“ sagði Mist. „Mér finnst hann leggja svo mikla áherslu á þetta. Við vitum að hann ætlar að sækja, hann ætlar ekki að leggjast í vörn,“ skaut Helena inn í áður en Mist fékk aftur orðið. „Það er mjög erfitt á Hlíðarenda. Mögulega með allar í þrusu fínu standi og formi getur þú gert þetta í Mosó sérstaklega gegn liðunum í kringum þig. Svo er spurning hvort þú ætlir á Hlíðarenda og taka sénsinn á því að fá skell, eins og gerðist hér í kvöld. Eða ertu til í að fórna gildunum þínum í ákveðnum aðstæðum og freista þess að halda í stigið.“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Við hrósuðum Aftureldingu mikið í vetur. Hann hélt hópnum saman, var með góðan bekk og virtist vera að fá inn hörkuleikmenn sem eru svo bara allar meiddar í dag. Afturelding er vissulega ágætt í að halda boltanum en á móti Val, ég veit það ekki. Það er erfitt fyrir hvaða lið sem er,“ sagði Harpa. Helena tók í kjölfarið til máls og notaði íslenska kvennalandsliðið hér áður fyrr sem dæmi um lið sem náði árangri án þess að spila blússandi sóknarbolta: „stundum þarf þetta þó það sé leiðinlegt.“ „Þetta er góður punktur. Er félagið sátt við þetta? Á núna, eins og víðar, að núllstilla sig aðeins í þessari pásu og fara í naflaskoðun? Ég trúi ekki öðru en þetta þriggja manna plús teymi setjist aðeins yfir hlutina og þeir skoðaðir á raunhæfan hátt því það er mjög mikil áhætta í því fólgin að halda sig við þetta á meðan það gengur ekki betur,“ sagði Mist að lokum. Klippa: Bestu mörkin: Leikplan Aftureldingar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Afturelding Bestu mörkin Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira