Í viðvöruninni segi að hvassviðri verði á svæðinu, um 10-18 metra á sekúndu. Búast megi við mjög snörpum vindhviðum um fjöll, staðbundið um 30 metra á sekúndu, einkum undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall á suðurlandi og í Öræfum á suðausturlandi.
Þetta geti verið varasamt fyrir ökutæki sem taki á sig mikinn vind en einnig hættulegt fyrir vegfarendur með aftanívagna.
Viðvörunin gildir frá klukkan níu að morgni og fram til miðnættis.