„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 15:44 Breski blaðamaðurinn og brasilískur ferðafélagi hans voru á ferð djúpt inn í Amason-regnskóginum. Diego Baravelli/picture alliance via Getty Images) Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Phillips og Brasilíumaðurinn Bruno Araújo Pereira hafa verið týndir frá því á sunnudag. Voru þeir á ferð um Javari-dalinn í Amason-skóginum, skammt frá landamærum Perú. Phillips var við rannsóknarstörf vegna bókar sem hann vinnur að um náttúruvernd í regnskóginum. Pereira er sérfræðingur í málefnum ættbálka svæðisins. Voru þeir á ferð um svæðið á bát. Ekkert hefur heyrst til þeirra síðan á sunnudag. Fékk líflátshótanir BBC greinir frá því að Pereira hafi áður átt í útistöðum við veiðimenn sem stunda ólöglegar veiðar á svæðinu, og meðal annars fengið líflátshótanir. Samtök sem vinna að réttindum ættbálka svæðisins létu yfirvöld vita af hvarfi Phillips og Pereira eftir að þeir létu ekki vita af sér í bænum Atalaia do Norte á sunnudag eins og ráðgert var. Lögreglan í Brasilíu hefur hafið sakamálarannsókn vegna hvarfsins og yfirheyrt fjölda aðila, þar á meðal einn sem er með stöðu grunaðs í málinu. Talið er að sá sé einn af þeim sem sáu þá félaga síðast á lífi. Þá leitar lögregla að manninum sem talinn er hafa sent Pereira líflátshótun. Peço às autoridades, por favor, que atuem com urgência e façam todo o possível para encontrarmos Dom Phillips e Bruno Pereira! 🙏🏾💙 pic.twitter.com/nvhOGsuBum— Richarlison Andrade (@richarlison97) June 7, 2022 Hópurinn sem lét lögreglu vita af hvarfinu segja að lögregla hafi ekki sinnt málinu nægjanlega vel frá upphafi og látið hjá líðast að kanna ýmsa þræði þess. Alessandra Sampaio, Phillips, hefur grátbeðið yfirvöld í Brasilíu um að gera meira til að komast til botns í málinu. Hver sekúnda telji. Hvorki hefur fundist tangur né tetur af mönnunum tveimur. Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, virðist þó ekki hafa miklar áhyggjur af hvarfinu, ef marka má orð hans frá því í gær. „Tveir menn á bát á svæði sem þessu, algjörlega brjálað. Það er ekki hægt að ráðleggja mönnum að fara í svona ævintýri. Hvað sem er getur gerst,“ sagði Bolsanaro, áður en hann bætti við vangaveltum um hvað kunni að hafa gerst. „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“
Brasilía Umhverfismál Bretland Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira