Verður dýrasti leikmaður í sögu Liverpool Atli Arason skrifar 8. júní 2022 18:00 Darwin Nunez, leikmaður Benfica, fagnar marki gegn Barcelona. EFE/MANUEL DE ALMEIDA Darwin Núñez, leikmaður Benfica, er ansi eftirsóttur en Liverpool, Manchester United og Newcastle eru öll sögð komin í kaupstríð um undirskrift úrúgvæska framherjans. Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira
Manchester eða Newcastle voru í gær taldir vera líklegustu áfangastaðir Núñez á meðan forráðamenn Liverpool gáfu í skyn að þeir ætluðu ekki að láta draga sig í einhverskonar kauphlaup um leikmanninn. Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því rétt í þessu að Liverpool væri búið að leggja fram tilboð fyrir allt að 100 milljónum evra í leikmanninn sem er það verð sem Benfica er talið vilja fá fyrir Núñez. Official proposal from Liverpool for Darwin Núñez will be €80m plus add ons for €100m package. Benfica will make a decision soon, while Man United are also in contact with his agent. 🔴 #LFCLiverpool are prepared to offer Núñez a five year deal, waiting for Benfica decision.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 8, 2022 Fari svo að þessi kaup gangi í gegn verður Núñez dýrasti leikmaður Liverpool frá upphafi og slær hann þá met Virgil Van Dijk um tæpar 10 milljónir evra. Glen Johnson, fyrrum leikmaður Liverpool, sagði á dögunum að fari svo að Liverpool ætlaði borga uppsett verð fyrir leikmanninn þá myndi Úrúgvæinn enda á því að klæðast treyju liðsins. „Maður áætlar að Núñez myndi velja Anfield ef þetta væri á milli Liverpool og Manchester United. Eins og við vitum, þá hefur Manchester United ekki sama aðdráttarafl í dag og þeir höfðu áður,“ sagði Johnson í viðtali við Liverpool Echo. Takumi Minamino og Sadio Mane eru báðir taldir vera á förum frá Liverpool sem ætti að leysa til um eitthvað fé hjá félaginu til að fjármagna kaupin á Núñez. Fari svo að leikmaðurinn velji Newcastle yrði hann helmingi dýrari en Joelinton sem er dýrasti leikmaður Newcastle í dag. Joelinton var keyptur á 44 milljónir evra árið 2019. Myndi Núñez skrifa undir hjá Manchester United fyrir 100 milljónir yrði hann þó 5 milljónum ódýrari en Paul Pogba, sem fór frítt frá Manchester á dögunum. Liverpool have no interest in getting into a bidding war with Manchester United for Darwin Nuñez. Recruitment staff already have better-value targets lined up if the asking price escalates quickly - a tactic that has worked for them before.https://t.co/Ett6Dhjs1r— David Lynch (@dmlynch) June 7, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Sjá meira