Fjármagnseigendur aldrei haft það betra en í stjórnartíð Katrínar Árni Sæberg skrifar 8. júní 2022 20:19 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir er þingmaður Pírata og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata veltir því fyrir sér hvernig væntanlegur kjósandi Vinstri grænna árið 2017, sem hefði ratað í tímavél og skroppið fimm ár fram á við, myndi bregðast við þegar hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Hann nefnir til að mynda aukinn ójöfnuð í samfélaginu, brottvísanir flóttafólks og neyðarástand í heilbrigðiskerfinu sem hluti sem ættu að koma hinum ímyndaða tímaflakkara á óvart. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lauk rétt í þessu ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Hún hóf ræðu sína á því að rifja upp stöðuna fyrir þar síðustu alþingiskosningar þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var fyrst mynduð. Hún sagði anda breytinga hafa verið í loftinu á Íslandi. Ríkisstjórnin hafi sprungið þegar #MeToo byltingin hófst og Vinstri hreyfingin – grænt framboð með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar hafi haft pálmann í höndunum. Þar hafi verið kominn leiðtogi sem myndi stunda ný og annars konar stjórnmál en hið gamalkunna stef leyndarhyggju og klíkuskapar sem ráðið hafði ríkjum – sem hafi litið á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing sinn í íslenskri pólitík. „Hefði væntanlegur kjósandi VG ratað í tímavél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði viðkomandi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað,“ sagði Þórhildur Sunna. Fólk neiti sér um heilbrigðisþjónustu á meðan hinir efnuðu efnast frekar Þórhildur Sunna sagði að þökk sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fjármagnseigendur aldrei haft það betra, gróði af hlutabréfabraski hafi aldrei verið meiri og fyrirtæki hafi greitt út himinháar arðgreiðslur. „Á sama tíma neitar rétt um helmingur landsmanna og rúmlega 80% fatlaðs fólks sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki efni á henni. Nær 7.000 heimili lifa við skort á efnislegum gæðum, og barnafjölskyldum í þeirri stöðu fer fjölgandi. Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman, meira en þriðjungur innflytjenda, meira en helmingur atvinnulausra og einstæðra foreldra og 8 af hverjum 10 öryrkjum eiga erfitt með að ná endum saman,“ sagði hún. „Hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síðan?“ Þá spurði Þórhildur Sunna þingheim að því hver hefði trúað því fyrir fimm árum síðan að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri í þessum töluðu orðum að vinna að því að slá Íslandsmet í fjöldabrottvísunum flóttafólks. „Hver hefði trúað því að neyðarástand ríkti í heilbrigðiskerfinu? Að hjúkrunarfræðingar séu að hætta störfum hver á fætur öðrum vegna þess að margra ára neyðarópi heilbrigðisstarfsfólks um yfirfullan spítala, viðvarandi óöryggi sjúklinga og ómannúðlegt álag hefur verið svarað með fálæti og stælum og fullyrðingum um að það skorti bara alls ekkert fjármagn í kerfið?“ spurði hún áfram. Þá velti hún því fyrir sér hver hefði trúað því fyrir fimm árum síðan að Katrín Jakobsdóttir þyrfti skýrslu frá Ríkisendurskoðanda til að geta ákveðið hvort það sé ásættanleg hegðun að Bjarni Benediktsson hafi selt pabba sínum hluta af Íslandsbanka í lokuðu ferli. Ræðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur má lesa í heild hér að neðan: Kæra samfélag, Haustið 2017 var andi breytinga í loftinu á Íslandi. Fjórar kjarkaðar konur höfðu hátt og sviptu hulunni af leynimakki forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar utan um aðkomu föður síns að uppreist æru barnaníðings. Ríkisstjórnin sprakk og #MeToo bylgjan hófst af fullum krafti hér á fróni. Boðað var til kosninga og virtist flestum Vinstri hreyfingin – grænt framboð vera með pálmann í höndunum. Þau tefldu fram formanninum Katrínu Jakobsdóttur undir slagorðinu – Gerum betur. Hér var kominn leiðtogi sem myndi stunda ný og annars konar stjórnmál en hið gamalkunna stef leyndarhyggju og klíkuskapar sem ráðið hafði ríkjum – sem leit á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing sinn í íslenskri pólitík. Hefði væntanlegur kjósandi VG ratað í tímavél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði viðkomandi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Þökk sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa fjármagnseigendur aldrei haft það betra! Gróði af hlutabréfabraski hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en í fyrra, og var hann þó ansi hár hitt í fyrra, þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst! Fyrirtæki landsins greiddu út 63,7 milljarða í arð þökk sé ríkulegum stuðningi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á meðan efnahagsþrengingarnar stóðu yfir, peningar sem runnu beint úr vasa skattgreiðenda í vasa fjármagnseigenda. Svo má ekki gleyma rúsínunni í pylsuendanum: fólk sem átti nóg af pening fyrir kreppuna græddi fullt af pening í viðbót á meðan kreppunni stóð. Ríkasta 1% landsmanna tókst til dæmis að sópa til sín 45% af öllum fjármagnstekjum árið 2019, heilum 58 milljörðum á einu ári! Það besta er að þau þurftu ekki að greiða nema um 26% af gróðanum í skatt! Á sama tíma neitar rétt um helmingur landsmanna og rúmlega 80% fatlaðs fólks sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki efni á henni. Nær 7.000 heimili lifa við skort á efnislegum gæðum, og barnafjölskyldum í þeirri stöðu fer fjölgandi. Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman, meira en þriðjungur innflytjenda, meira en helmingur atvinnulausra og einstæðra foreldra og 8 af hverjum 10 öryrkjum eiga erfitt með að ná endum saman. Þökk sé hagstjórnarmistökum ríkisstjórnarinnar hefur stjarnfræðileg hækkun húsnæðisverðs gert það að verkum að sífellt stærri hópur mun eiga í erfiðleikum með að ná endum saman, og æ færri hafa ráð á að kaupa sína fyrstu íbúð. Verðbólga hefur ekki verið hærri síðan 2010 og leiguverð fer sífellt hækkandi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru að greiða út 20 þúsund króna einskiptis barnabótaauka og hækka örorku og húsaleigubætur lítillega. Nei í alvöru talað, hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síðan? Hver hefði trúað því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri í þessum töluðu orðum að vinna að því að slá Íslandsmet í fjöldabrottvísunum flóttafólks? Að á tímum þegar fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri sé hún að vinna hörðum höndum að því að koma frumvarpi í gegnum þingið sem er fyrst og fremst gert til að auðvelda stjörnvöldum að vísa flóttafólki á götuna, hvort sem það er í Grikklandi eða hér heima? Hver hefði trúað því að neyðarástand ríkti í heilbrigðiskerfinu? Að hjúkrunarfræðingar séu að hætta störfum hver á fætur öðrum vegna þess að margra ára neyðarópi heilbrigðisstarfsfólks um yfirfullan spítala, viðvarandi óöryggi sjúklinga og ómannúðlegt álag hefur verið svarað með fálæti og stælum og fullyrðingum um að það skorti bara alls ekkert fjármagn í kerfið? Að í valdatíð Katrínar Jakobsdóttur hafi hjúkrunarfræðingar tvívegis verið sendir í gerðardóm með kröfur sínar um sanngjörn laun – og að ljósmæður hafi verið sendar rakleiðis sömu leið? Hver hefði trúað því að Katrín Jakobsdóttir þyrfti skýrslu frá Ríkisendurskoðanda til að geta ákveðið hvort það sé ásættanleg hegðun að Bjarni Benediktsson hafi selt pabba sínum hluta af Íslandsbanka í lokuðu ferli? Auðvitað er það lyginni líkast að konan sem hélt innblásnar ræður um réttlæti til handa þeim sem minnst eiga og mest þurfa á hjálp að halda sé nú öflugasti bandamaður þeirra sem mest eiga og heimta samt ennþá meira, hvað sem það kostar. Og að saman hafi þau og flokkar þeirra, að meðtaldri Framsókn auðvitað, einhent sér í það verkefni, að létta efsta laginu lífið með ríflegum skattaafslætti og styrkjum, á kostnað almennings. Já, hver hefði trúað því í hópi kjósenda VG árið 2017 – að þetta yrði staðan í dag? Það þarf enda heilan her upplýsingafulltrúa og spunameistara til þess að halda þessu leikriti gangandi. Það hlýtur til dæmis einhver mjög snjall auglýsingakall að hafa látið sér detta þetta innblásna rugl í hug sem finna má í inngangi endurnýjaðs sáttmála flokkanna – en þar stendur MLF: „Samstarf þessara þriggja flokka, sem spanna litróf íslenskra stjórnmála, skapar jafnvægi sem er mikilvægur grundvöllur framfara.“ Jafnvægi er grundvöllur framfara? Hvað þýðir það? Ekki neitt. Þetta er dæmigerður, innantómur froðufrasi úr smiðju stjórnmálafólks í ímyndarkrísu, sem þarf að réttlæta eigin mistök fyrir sjálfu sér. Og það er einmitt líkt og þau séu farin að trúa spunanum sjálf. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti endurnýjaða ríkisstjórn til leiks í haust lýsti hún sterkri trú sinni á að samstarf jafn ólíkra flokka gæti jafnvel ráðið úrslitum þegar kemur að því að skapa samhljóm með þjóðinni þegar leysa þarf úr stórum og erfiðum verkefnum. Samt ná þau engum samhljóm um stóru og erfiðu verkefnin sín á milli – eins og um orkumálin, rammaáætlun, bankasöluna, viðvarandi svelti heilbrigðiskerfsins, stjórnarskrána og kvótakerfið, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Samt er það nú svo að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að stjórnvöld beiti sér gegn ójöfnuði með álagningu skatta á ríkasta fólkið en ekki fyrir honum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill sterkt opinbert heilbrigðiskerfi – ekki fjársvelt heilbrigðiskerfi. Vill réttlátar breytingar í sjávarútvegi og nýja stjórnarskrá með sanngjörnum og öflugum leikreglum. Hvar er þá samhljómurinn? Hvar liggur jafnvægið? Það er í rauninni ekkert ýkja erfitt að sitja á þingi og breyta rétt – því við vitum vel hvað almenningur vill. En í stað þess að berjast fyrir breytingum sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill gera á samfélaginu sínu hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð myndað bandalag um það að viðhalda jafnvægi á bankabókum lítils minnihluta þjóðarinnar sem inniheldur ríkasta og voldugasta fólk landsins. Hver hefði trúað því? Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, lauk rétt í þessu ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Hún hóf ræðu sína á því að rifja upp stöðuna fyrir þar síðustu alþingiskosningar þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur var fyrst mynduð. Hún sagði anda breytinga hafa verið í loftinu á Íslandi. Ríkisstjórnin hafi sprungið þegar #MeToo byltingin hófst og Vinstri hreyfingin – grænt framboð með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar hafi haft pálmann í höndunum. Þar hafi verið kominn leiðtogi sem myndi stunda ný og annars konar stjórnmál en hið gamalkunna stef leyndarhyggju og klíkuskapar sem ráðið hafði ríkjum – sem hafi litið á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing sinn í íslenskri pólitík. „Hefði væntanlegur kjósandi VG ratað í tímavél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði viðkomandi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað,“ sagði Þórhildur Sunna. Fólk neiti sér um heilbrigðisþjónustu á meðan hinir efnuðu efnast frekar Þórhildur Sunna sagði að þökk sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafi fjármagnseigendur aldrei haft það betra, gróði af hlutabréfabraski hafi aldrei verið meiri og fyrirtæki hafi greitt út himinháar arðgreiðslur. „Á sama tíma neitar rétt um helmingur landsmanna og rúmlega 80% fatlaðs fólks sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki efni á henni. Nær 7.000 heimili lifa við skort á efnislegum gæðum, og barnafjölskyldum í þeirri stöðu fer fjölgandi. Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman, meira en þriðjungur innflytjenda, meira en helmingur atvinnulausra og einstæðra foreldra og 8 af hverjum 10 öryrkjum eiga erfitt með að ná endum saman,“ sagði hún. „Hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síðan?“ Þá spurði Þórhildur Sunna þingheim að því hver hefði trúað því fyrir fimm árum síðan að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri í þessum töluðu orðum að vinna að því að slá Íslandsmet í fjöldabrottvísunum flóttafólks. „Hver hefði trúað því að neyðarástand ríkti í heilbrigðiskerfinu? Að hjúkrunarfræðingar séu að hætta störfum hver á fætur öðrum vegna þess að margra ára neyðarópi heilbrigðisstarfsfólks um yfirfullan spítala, viðvarandi óöryggi sjúklinga og ómannúðlegt álag hefur verið svarað með fálæti og stælum og fullyrðingum um að það skorti bara alls ekkert fjármagn í kerfið?“ spurði hún áfram. Þá velti hún því fyrir sér hver hefði trúað því fyrir fimm árum síðan að Katrín Jakobsdóttir þyrfti skýrslu frá Ríkisendurskoðanda til að geta ákveðið hvort það sé ásættanleg hegðun að Bjarni Benediktsson hafi selt pabba sínum hluta af Íslandsbanka í lokuðu ferli. Ræðu Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur má lesa í heild hér að neðan: Kæra samfélag, Haustið 2017 var andi breytinga í loftinu á Íslandi. Fjórar kjarkaðar konur höfðu hátt og sviptu hulunni af leynimakki forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar utan um aðkomu föður síns að uppreist æru barnaníðings. Ríkisstjórnin sprakk og #MeToo bylgjan hófst af fullum krafti hér á fróni. Boðað var til kosninga og virtist flestum Vinstri hreyfingin – grænt framboð vera með pálmann í höndunum. Þau tefldu fram formanninum Katrínu Jakobsdóttur undir slagorðinu – Gerum betur. Hér var kominn leiðtogi sem myndi stunda ný og annars konar stjórnmál en hið gamalkunna stef leyndarhyggju og klíkuskapar sem ráðið hafði ríkjum – sem leit á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing sinn í íslenskri pólitík. Hefði væntanlegur kjósandi VG ratað í tímavél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði viðkomandi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Þökk sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa fjármagnseigendur aldrei haft það betra! Gróði af hlutabréfabraski hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en í fyrra, og var hann þó ansi hár hitt í fyrra, þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst! Fyrirtæki landsins greiddu út 63,7 milljarða í arð þökk sé ríkulegum stuðningi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á meðan efnahagsþrengingarnar stóðu yfir, peningar sem runnu beint úr vasa skattgreiðenda í vasa fjármagnseigenda. Svo má ekki gleyma rúsínunni í pylsuendanum: fólk sem átti nóg af pening fyrir kreppuna græddi fullt af pening í viðbót á meðan kreppunni stóð. Ríkasta 1% landsmanna tókst til dæmis að sópa til sín 45% af öllum fjármagnstekjum árið 2019, heilum 58 milljörðum á einu ári! Það besta er að þau þurftu ekki að greiða nema um 26% af gróðanum í skatt! Á sama tíma neitar rétt um helmingur landsmanna og rúmlega 80% fatlaðs fólks sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki efni á henni. Nær 7.000 heimili lifa við skort á efnislegum gæðum, og barnafjölskyldum í þeirri stöðu fer fjölgandi. Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman, meira en þriðjungur innflytjenda, meira en helmingur atvinnulausra og einstæðra foreldra og 8 af hverjum 10 öryrkjum eiga erfitt með að ná endum saman. Þökk sé hagstjórnarmistökum ríkisstjórnarinnar hefur stjarnfræðileg hækkun húsnæðisverðs gert það að verkum að sífellt stærri hópur mun eiga í erfiðleikum með að ná endum saman, og æ færri hafa ráð á að kaupa sína fyrstu íbúð. Verðbólga hefur ekki verið hærri síðan 2010 og leiguverð fer sífellt hækkandi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru að greiða út 20 þúsund króna einskiptis barnabótaauka og hækka örorku og húsaleigubætur lítillega. Nei í alvöru talað, hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síðan? Hver hefði trúað því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri í þessum töluðu orðum að vinna að því að slá Íslandsmet í fjöldabrottvísunum flóttafólks? Að á tímum þegar fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri sé hún að vinna hörðum höndum að því að koma frumvarpi í gegnum þingið sem er fyrst og fremst gert til að auðvelda stjörnvöldum að vísa flóttafólki á götuna, hvort sem það er í Grikklandi eða hér heima? Hver hefði trúað því að neyðarástand ríkti í heilbrigðiskerfinu? Að hjúkrunarfræðingar séu að hætta störfum hver á fætur öðrum vegna þess að margra ára neyðarópi heilbrigðisstarfsfólks um yfirfullan spítala, viðvarandi óöryggi sjúklinga og ómannúðlegt álag hefur verið svarað með fálæti og stælum og fullyrðingum um að það skorti bara alls ekkert fjármagn í kerfið? Að í valdatíð Katrínar Jakobsdóttur hafi hjúkrunarfræðingar tvívegis verið sendir í gerðardóm með kröfur sínar um sanngjörn laun – og að ljósmæður hafi verið sendar rakleiðis sömu leið? Hver hefði trúað því að Katrín Jakobsdóttir þyrfti skýrslu frá Ríkisendurskoðanda til að geta ákveðið hvort það sé ásættanleg hegðun að Bjarni Benediktsson hafi selt pabba sínum hluta af Íslandsbanka í lokuðu ferli? Auðvitað er það lyginni líkast að konan sem hélt innblásnar ræður um réttlæti til handa þeim sem minnst eiga og mest þurfa á hjálp að halda sé nú öflugasti bandamaður þeirra sem mest eiga og heimta samt ennþá meira, hvað sem það kostar. Og að saman hafi þau og flokkar þeirra, að meðtaldri Framsókn auðvitað, einhent sér í það verkefni, að létta efsta laginu lífið með ríflegum skattaafslætti og styrkjum, á kostnað almennings. Já, hver hefði trúað því í hópi kjósenda VG árið 2017 – að þetta yrði staðan í dag? Það þarf enda heilan her upplýsingafulltrúa og spunameistara til þess að halda þessu leikriti gangandi. Það hlýtur til dæmis einhver mjög snjall auglýsingakall að hafa látið sér detta þetta innblásna rugl í hug sem finna má í inngangi endurnýjaðs sáttmála flokkanna – en þar stendur MLF: „Samstarf þessara þriggja flokka, sem spanna litróf íslenskra stjórnmála, skapar jafnvægi sem er mikilvægur grundvöllur framfara.“ Jafnvægi er grundvöllur framfara? Hvað þýðir það? Ekki neitt. Þetta er dæmigerður, innantómur froðufrasi úr smiðju stjórnmálafólks í ímyndarkrísu, sem þarf að réttlæta eigin mistök fyrir sjálfu sér. Og það er einmitt líkt og þau séu farin að trúa spunanum sjálf. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti endurnýjaða ríkisstjórn til leiks í haust lýsti hún sterkri trú sinni á að samstarf jafn ólíkra flokka gæti jafnvel ráðið úrslitum þegar kemur að því að skapa samhljóm með þjóðinni þegar leysa þarf úr stórum og erfiðum verkefnum. Samt ná þau engum samhljóm um stóru og erfiðu verkefnin sín á milli – eins og um orkumálin, rammaáætlun, bankasöluna, viðvarandi svelti heilbrigðiskerfsins, stjórnarskrána og kvótakerfið, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Samt er það nú svo að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að stjórnvöld beiti sér gegn ójöfnuði með álagningu skatta á ríkasta fólkið en ekki fyrir honum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill sterkt opinbert heilbrigðiskerfi – ekki fjársvelt heilbrigðiskerfi. Vill réttlátar breytingar í sjávarútvegi og nýja stjórnarskrá með sanngjörnum og öflugum leikreglum. Hvar er þá samhljómurinn? Hvar liggur jafnvægið? Það er í rauninni ekkert ýkja erfitt að sitja á þingi og breyta rétt – því við vitum vel hvað almenningur vill. En í stað þess að berjast fyrir breytingum sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill gera á samfélaginu sínu hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð myndað bandalag um það að viðhalda jafnvægi á bankabókum lítils minnihluta þjóðarinnar sem inniheldur ríkasta og voldugasta fólk landsins. Hver hefði trúað því?
Kæra samfélag, Haustið 2017 var andi breytinga í loftinu á Íslandi. Fjórar kjarkaðar konur höfðu hátt og sviptu hulunni af leynimakki forsætisráðherrans Bjarna Benediktssonar utan um aðkomu föður síns að uppreist æru barnaníðings. Ríkisstjórnin sprakk og #MeToo bylgjan hófst af fullum krafti hér á fróni. Boðað var til kosninga og virtist flestum Vinstri hreyfingin – grænt framboð vera með pálmann í höndunum. Þau tefldu fram formanninum Katrínu Jakobsdóttur undir slagorðinu – Gerum betur. Hér var kominn leiðtogi sem myndi stunda ný og annars konar stjórnmál en hið gamalkunna stef leyndarhyggju og klíkuskapar sem ráðið hafði ríkjum – sem leit á Sjálfstæðisflokkinn sem höfuðandstæðing sinn í íslenskri pólitík. Hefði væntanlegur kjósandi VG ratað í tímavél á þessum tíma og skroppið fimm ár fram á við hefði viðkomandi átt erfitt með að trúa eigin augum er hann sæi hverju atkvæði hans hefði skilað. Þökk sé ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hafa fjármagnseigendur aldrei haft það betra! Gróði af hlutabréfabraski hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en í fyrra, og var hann þó ansi hár hitt í fyrra, þegar heimsfaraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst! Fyrirtæki landsins greiddu út 63,7 milljarða í arð þökk sé ríkulegum stuðningi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á meðan efnahagsþrengingarnar stóðu yfir, peningar sem runnu beint úr vasa skattgreiðenda í vasa fjármagnseigenda. Svo má ekki gleyma rúsínunni í pylsuendanum: fólk sem átti nóg af pening fyrir kreppuna græddi fullt af pening í viðbót á meðan kreppunni stóð. Ríkasta 1% landsmanna tókst til dæmis að sópa til sín 45% af öllum fjármagnstekjum árið 2019, heilum 58 milljörðum á einu ári! Það besta er að þau þurftu ekki að greiða nema um 26% af gróðanum í skatt! Á sama tíma neitar rétt um helmingur landsmanna og rúmlega 80% fatlaðs fólks sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu vegna þess að þau hafa ekki efni á henni. Nær 7.000 heimili lifa við skort á efnislegum gæðum, og barnafjölskyldum í þeirri stöðu fer fjölgandi. Fjórðungur launafólks á erfitt með að ná endum saman, meira en þriðjungur innflytjenda, meira en helmingur atvinnulausra og einstæðra foreldra og 8 af hverjum 10 öryrkjum eiga erfitt með að ná endum saman. Þökk sé hagstjórnarmistökum ríkisstjórnarinnar hefur stjarnfræðileg hækkun húsnæðisverðs gert það að verkum að sífellt stærri hópur mun eiga í erfiðleikum með að ná endum saman, og æ færri hafa ráð á að kaupa sína fyrstu íbúð. Verðbólga hefur ekki verið hærri síðan 2010 og leiguverð fer sífellt hækkandi. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru að greiða út 20 þúsund króna einskiptis barnabótaauka og hækka örorku og húsaleigubætur lítillega. Nei í alvöru talað, hver hefði trúað þessu fyrir fimm árum síðan? Hver hefði trúað því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri í þessum töluðu orðum að vinna að því að slá Íslandsmet í fjöldabrottvísunum flóttafólks? Að á tímum þegar fjöldi fólks á flótta hefur aldrei verið meiri sé hún að vinna hörðum höndum að því að koma frumvarpi í gegnum þingið sem er fyrst og fremst gert til að auðvelda stjörnvöldum að vísa flóttafólki á götuna, hvort sem það er í Grikklandi eða hér heima? Hver hefði trúað því að neyðarástand ríkti í heilbrigðiskerfinu? Að hjúkrunarfræðingar séu að hætta störfum hver á fætur öðrum vegna þess að margra ára neyðarópi heilbrigðisstarfsfólks um yfirfullan spítala, viðvarandi óöryggi sjúklinga og ómannúðlegt álag hefur verið svarað með fálæti og stælum og fullyrðingum um að það skorti bara alls ekkert fjármagn í kerfið? Að í valdatíð Katrínar Jakobsdóttur hafi hjúkrunarfræðingar tvívegis verið sendir í gerðardóm með kröfur sínar um sanngjörn laun – og að ljósmæður hafi verið sendar rakleiðis sömu leið? Hver hefði trúað því að Katrín Jakobsdóttir þyrfti skýrslu frá Ríkisendurskoðanda til að geta ákveðið hvort það sé ásættanleg hegðun að Bjarni Benediktsson hafi selt pabba sínum hluta af Íslandsbanka í lokuðu ferli? Auðvitað er það lyginni líkast að konan sem hélt innblásnar ræður um réttlæti til handa þeim sem minnst eiga og mest þurfa á hjálp að halda sé nú öflugasti bandamaður þeirra sem mest eiga og heimta samt ennþá meira, hvað sem það kostar. Og að saman hafi þau og flokkar þeirra, að meðtaldri Framsókn auðvitað, einhent sér í það verkefni, að létta efsta laginu lífið með ríflegum skattaafslætti og styrkjum, á kostnað almennings. Já, hver hefði trúað því í hópi kjósenda VG árið 2017 – að þetta yrði staðan í dag? Það þarf enda heilan her upplýsingafulltrúa og spunameistara til þess að halda þessu leikriti gangandi. Það hlýtur til dæmis einhver mjög snjall auglýsingakall að hafa látið sér detta þetta innblásna rugl í hug sem finna má í inngangi endurnýjaðs sáttmála flokkanna – en þar stendur MLF: „Samstarf þessara þriggja flokka, sem spanna litróf íslenskra stjórnmála, skapar jafnvægi sem er mikilvægur grundvöllur framfara.“ Jafnvægi er grundvöllur framfara? Hvað þýðir það? Ekki neitt. Þetta er dæmigerður, innantómur froðufrasi úr smiðju stjórnmálafólks í ímyndarkrísu, sem þarf að réttlæta eigin mistök fyrir sjálfu sér. Og það er einmitt líkt og þau séu farin að trúa spunanum sjálf. Þegar Katrín Jakobsdóttir kynnti endurnýjaða ríkisstjórn til leiks í haust lýsti hún sterkri trú sinni á að samstarf jafn ólíkra flokka gæti jafnvel ráðið úrslitum þegar kemur að því að skapa samhljóm með þjóðinni þegar leysa þarf úr stórum og erfiðum verkefnum. Samt ná þau engum samhljóm um stóru og erfiðu verkefnin sín á milli – eins og um orkumálin, rammaáætlun, bankasöluna, viðvarandi svelti heilbrigðiskerfsins, stjórnarskrána og kvótakerfið, bara svo nokkur dæmi séu nefnd. Samt er það nú svo að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill að stjórnvöld beiti sér gegn ójöfnuði með álagningu skatta á ríkasta fólkið en ekki fyrir honum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill sterkt opinbert heilbrigðiskerfi – ekki fjársvelt heilbrigðiskerfi. Vill réttlátar breytingar í sjávarútvegi og nýja stjórnarskrá með sanngjörnum og öflugum leikreglum. Hvar er þá samhljómurinn? Hvar liggur jafnvægið? Það er í rauninni ekkert ýkja erfitt að sitja á þingi og breyta rétt – því við vitum vel hvað almenningur vill. En í stað þess að berjast fyrir breytingum sem yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill gera á samfélaginu sínu hefur Vinstri hreyfingin – grænt framboð myndað bandalag um það að viðhalda jafnvægi á bankabókum lítils minnihluta þjóðarinnar sem inniheldur ríkasta og voldugasta fólk landsins. Hver hefði trúað því?
Píratar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira