Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2022 11:51 Það verður ansi hvasst með suður- og suðausturströndinni í dag og þá einkum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og í Öræfum. Ferðalangar eru hvattir til að kynna sér veðurspár og fara varlega. vísir/veðurstofa íslands Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“ Veður Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Gul veðurviðvörun tók í morgun gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðris. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir von á ansi miklu hvassviðri á svæðinu. „Það er farið að hvessa þarna og heldur áfram að hvessa eftir því sem líður á daginn. Í þessum töluðu fer að verða býsna snúið bæði vestan Mýrdalsins og austan fyrir Eyjafjöll og í Öræfasveitinni og það versnar enn meira eftir því sem líður á daginn,“ segir Óli Þór. Í kvöld og í nótt hvessi enn frekar en lægi um miðjan dag á morgun undir Eyjafjöllum. Í Öræfasveit verði hins vegar jafnvel mjög hvasst fram á annað kvöld. Hann segir gula viðvörun sérsniðna að ökumönnum á tækjum sem taka á sig mikinn vind eða eru með tengivagna og mælir gegn því að því að þeir verði á ferðinni á þessum slóðum á meðan viðvörun er í gildi. „Mér skilst að tryggingar gildi ekki nema upp að ákveðnu marki með þessi tæki og það er algjör óþarfi að vera að skemma stórar fjárfestingar bara með því að æða af stað í of miklum vindi,“ segir Óli Þór. Um ellefu hundruð stúlkur eru nú í Eyjum vegna TM-mótsins í fótbolta.vísir Viðvörunin gildir líka í Vestmannaeyjum þar sem um ellefu hundruð stúlkur eru saman komnar á TM-mótinu í fótbolta sem nú stendur yfir. Sigríður Inga Kristmannsdóttir mótsstjóri hefur ekki miklar áhyggjur af veðrinu og segir vellina í ágætis skjóli. „Það mun alveg verða smá rok en við höfum alveg séð það verra þannig við sjáum ekki fram á að þurfa gera neinar breytingar á mótinu,“ segir Sigríður. Hún segir mikla stemningu í Eyjum og alla spennta fyrir að koma saman án fjöldatakmarkana eða hólfaskiptinga líkt og þurfti síðasta sumar. „Í ár er þetta bara venjulegt mót. Sem er bara þvílíkur léttir fyrir okkur sem eru að undirbúa mótið og líka skemmtilegra fyrir þá sem eru að koma.“
Veður Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira