Fótbolti

Vill að Evrópa gefi efni­legum leik­mönnum utan álfunnar tæki­færi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsene Wenger, fyrrverandi þjálfari Arsenal, situr sjaldnast á skoðunum sínum.
Arsene Wenger, fyrrverandi þjálfari Arsenal, situr sjaldnast á skoðunum sínum. EPA-EFE/AHMED JALLLANZO

Arsène Wenger er hvað frægastur fyrir að hafa stýrt enska knattspyrnufélaginu Arsenal frá 1996 til 2018. Á þeim tíma gaf hann fjölda efnilegra leikmanna tækifæri og oftar en ekki um að ræða leikmenn sem voru uppaldir utan Evrópu. Hann vill sjá Evrópu gera slíkt hið sama nú.

Hinn 72 ára gamli Wenger, sem hefur til að mynda starfað fyrir Alþjóðaknattspyrnu-sambandið, FIFA, síðan hann hætti í þjálfun. Hann var á ráðstefnu á vegum FIFA þar sem hann sagði að Evrópu þyrfti að leggja sitt á vogarskálarnar ef knattspyrnuheimurinn ætlaði ekki að missa af gríðarlegum efnivið sem finnst víðsvegar um heim allan.

Wenger tók Kylian Mbappé, stjörnu París Saint-Germain og franska landsliðsins, sem dæmi.

„Mbappé á rætur að rekja til Afríku en hann ólst upp og æfði í Evrópu. Ef hann hefði verið fæddur í Kamerún væri hann ekki sá framherji sem hann er í dag,“ sagði Wenger og hélt áfram.

„Við erum með Evrópu og svo erum við með restina af heiminum. Síðarnefnda svæðið þarf aðstoð, annars munum við missa af gríðarlegum fjölda efnilegra leikmanna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×