Aðhaldsaðgerðir skila ríkissjóði um 26 milljörðum á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 10. júní 2022 19:21 Miklar annir eru á Alþingi þessa dagana. Ný rammáætlun leit loksins dagsins ljós í dag og stefnt er að afgreiðslu hennar og tuga annarra mála fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Vísir/Vilhelm Ríkið ætlar að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna á næsta ári með aðhaldsaðgerðum og hækkun gjalda. Atvinnuvinnuveganefnd afgreiddi umdeilt frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um hækkun endurgreiðslna til kvikmyndagerðar til loka afgreiðslu á Alþingi í dag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi í dag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður nefndarinnar segir stjórnarflokkana hafa gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Kristján Jónsson „Það er verið að hækka krónugjöldin, draga úr afslættinum í flugstöðinni Keflavík á áfengi og tóbaki. Það er verið að lækka ferðakostnað hjá stjórnarráðinu til frambúðar. Síðan eru aðhaldsaðgerðir eins og með því að svigrúm ríkisins er minnkað um tvo milljarða. Alveg um helming. Og svo er lagt til að flýta gjaldtöku af hreinorkubílum,“ segir Bjarkey. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis.Stöð 2/Einar Markmiðið með aðgerðunum væri að draga hraðar úr þeim halla sem myndaðist á ríkissjóði vegna mikilli útgjalda í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta eru svona í kring um níu milljarðar sem við erum að leggja til í hækkun á gjöldum. Síðan eru þetta í kringum sextán milljarðar í alls konar aðhaldi. Það er til dæmis verið að fresta framkvæmdum eða hliðra þeim, til milli ára,“ segir Bjarkey. Þannig séu færðir til fjármunir í ríkisreikningnum vegna seinkunar sem væri á framkvæmdum við Landsspítalann og Hús Íslenskunnar. Samanlagt skili aðgerðirnar ríkissjóði tæpum 26 milljörðum á næsta ári og um tuttugu milljörðum árin á eftir í áætluninni. Almenn aðhaldskrafa verði 2 prósent en 0,5% í framhalds- og háskólum. Engin aðhaldskrafa væri sett á bótakerfi almannatrygginga og atvinnuleysis, sjúkratryggingar og dómstóla, að viðbættum heilbrigðis- og öldrunarstofnunum. Frumvarp Lilju fer til lokaafgreiðslu Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafa tekist opinberlega á um frumvarp Lilju um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Nú er það Alþingis að ákveða framhaldið.Vísir/Vilhelm Bjarkey situr einnig í atvinnuveganefnd sem samþykkti í dag tillögu um hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar úr 25 prósentum í 35 prósent að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Nefndin leggur einnig til að ný úttekt verði gerð á þessu kerfi en síðast var gerð úttekt á kerfinu árið 2016. Fjármálaráðuneytið og Bjarni og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa deilt um hvort hækkunin væri að fullu fjármögnuð. „Það er áætlað eitthvað ákveðið fjármagn svo vitum við aldrei hvaða umsóknir koma. Þar af leiðandi hefur málið gjarnan verið leyst á fjáraukalögum. Við þurfum aðeins að færa þetta til betri vegar og minnsta kosti áætla þetta nálægt raunútgjöldum undanfarinna ára. Það er eitthvað sem ráðherra málaflokksins tekur væntanlega til skoðunar þegar hún tekur þátt í gerð fjárlagafrumvarpsins,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Efnahagsmál Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Upplýst um aðhalds- og tekjuaðgerðir ríkisstjórnar í dag eða á morgun Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda koma fram í nefndaráliti fjárlaganefndar síðar í dag eða á morgun. Samkomulag tókst milli allra þingflokka nema Miðflokksins á Alþingi í gærkvöldi um hvaða mál fá afgreiðslu fyrir þinghlé í næstu viku. 10. júní 2022 12:14