Perrinn í stuttbuxunum Gunnar Dan Wiium skrifar 12. júní 2022 12:01 Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er sönn saga um atburð sem Johan vinur minn lenti í í síðustu viku. Atburðarásin er eftirfarandi; Johan er sem sagt kl 2145 á leið heim til sín á reiðhjóli saman með syni sínum Nóa sem er með honum á öðru reiðhjóli. Þeir eru nýlagðir af stað frá leikvelli Krikaskóla í Mosfellsbæ þegar lítill hvítur smábíll með 3 ungum konum stoppar við hlið þeirra. Ein stígur út úr bílnum og gengur rakleitt að Johan og spyr hann ákveðið hvað hann hafði eiginlega hugsað sér að gera við drenginn. Johan sem er frá Svíþjóð svarar hissa á hálfbjagaðri Íslensku að hann ætli að koma honum í rúmið, enda var kl að verða tíu. Því næst spyr hún hann agressíft hve gamall drengurinn sé og Johann svarar henni en meira hissa að drengurinn sem sé sonur hans sé 6 ára. Hann mætir frá henni skrítnu og skeptísku augnaráði og spyr hann aftur hvað hann hafði eiginlega hugsað sér með drenginn. Á meðan þetta allt á sér stað keyrði bíllinn með hinum tveim í löturhægt samhliða þriðju konunni sem elti Johan á hjólinu gangandi. Johan fann fyrir sterkum varnarviðbrögðum innra með sér sem lýsa sér í frumstæðu „fightmode“ og því ákvað að koma sér heim áður en það yrði vesen. Engin frekari eftirmáli varð að þessum atburði annar en sjokkerandi saga á kaffistofunni daginn eftir.Í þessu samhengi sagði ég honum sögu sem ég heyrði fyrir nokkrum árum. Sagan um faðirinn sem gekk inn á flugvallarhótel Kaupmannahöfn í millilendingu fyrir eina nótt með ættleiddri unglingsdóttur sinni sem var með dekkri húð en hann. Stuttu eftir að þau lokuðu hurðinni á sér og voru að gera sig tilbúin fyrir háttinn mætir lögreglan á staðinn í viðbragði við ábendingu sem þeim barst frá einhverjum sem hafði séð þau feðgin saman á leið sinni á herbergið.Dóttir mín sem er ættleidd og augljóslega ekki líffræðileg dóttir mín er að verða 13 ára. Hún er komin á kynþroska og er að breytast í litla konu. Hún er samt sem áður bara stelpan mín og hangir utan í mér eins og frímerki í kringlunni því börn og unglingar elska að láta ýmist draga sig eða halda á sér til að spara orkuna sína, það er það sem hún segir mér allavega. Ég hugsa oft um þessa sögu um pabbann á flugvallarhótelinu og reyni að setja mig í stöðu áhorfandans sem sér mig og dóttur mína eins og samlokur í Kringlunni.Ég veit að við eigum að vera vakandi fyrir öllu sem „gæti“ verið að gerast í kringum okkur en við verðum að passa okkur að dæma ekki of fljótt og út frá tilfinningu einni sér. Það að dóttir mín sé með dekkri húð en ég eða að Johan sé í stuttbuxum og ullarsokkum að kvöldi til er ekki ástæða fyrir að dæma né efast um að neitt annað sé í gangi en bara ábyrgðarfullir feður að koma börnunum sínum í háttinn. Höfundur starfar sem smíðakennari og er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Þvottahúsið.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun