Veitti innsýn í lífið í Rússlandi þessa dagana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2022 15:03 Lífið í Rússlandi gengur sinn vanagang. Oleg Nikishin/Getty Images Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að í Moskvu gangi lífið sinn vanagang fyrir íbúa borgarinnar. Þó sé ljóst að viðskiptaþvinganir bíti og að eftirlit með borgurum hafi verið hert. Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“ Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Árna Þórs í Sprengisandi á Bylgjunni í dag, þar sem hann ræddi við Kristján Kristjánsson um daglegt líf í Rússlandi og í Moskvu, höfuðborginni, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Dags daglega gengur lífið bara fyrir sig eins og það hefur gert. Stríðsátökin eru auðvitað ekki hér,“ sagði Árni Þór. Vesturlönd og önnur ríki hafa lagt umfagnsmiklar viðskiptaþvinganir á Rússland vegna innrásarinnar. Árni segir að áhrifa þeirra gæti í Rússlandi með ýmsum hætti. Hlusta má á viðtalið við Árna Þór í heild sinni hér fyrir neðan en þar var farið yfir víðan völl um stöðuna í Rússlandi þessi misserin. „Einkum og sér í lagi verslanir, vestrænar merkjaverslanir, sem eru lokaðar. Við sjáum má segja áhrifin þannig. Við finnum auðvitað fyrir því líka í efnahagslífinu. Verðbólgan hefur farið hér á nokkuð flug og vöruverð hefur hækkað hér eins og víða annars staðar en menn finna það tilfinnanlega hér,“ sagði Árni Þór. Umræðan í Rússlandi sé á allt öðrum nótum en fréttaflutningur á Vesturlöndum. „Þannig áhrif sjáum við dags daglega en stríðsátökin sjálf eru auðvitað fjarri og umræðan hér er allt annars eðlis eða á öðrum nótum en við heyrum á Vesturlöndum.“ Hvernig þá? Árni Þór Sigurðsson er sendiherra Íslands í Rússlandi.Utanríkisráðuneytið „Hún er auðvitað má segja býsna einsleit og það er kannski ekki alveg nýtt að fjölmiðlar hér séu hliðhollir stjórnvöldum. Það má segja að fjölmiðlar hér, sérstaklega sjónvarpsstöðvarnar eru mjög áhrifamiklar. Það eru margar sjónvarpsstöðvar en þær eru meira og minna allar á bandi yfirvalda.“ „Þar er bæði fréttaflutningar og umræðuþættir, tiltölulega einsleit umræðan myndi ég segja. Málflutningur stjórnvalda er hér áberandi.“ Sjáum við enn fólk á götu úti að mótmæla eða er það horfið? „Já, það má segja það að önnur sjónarmið, þau auðvitað heyrast. Það kemur fyrir í umræðuþáttum komi raddir sem eru gagnrýnar en það er sjaldgæft og þær fá ekki mikið rými.“ Lítið fer nú fyrir mótmælum sem bar á í byrjun innrásar Rússa í Úkraínu. „Öll umræða er í raun og veru, henni er haldið niðri. Þá meina ég gagnrýnni umræðu. Mótmæli, það sést varla. Við höfum orðið var við það á götum úti að lögreglan er að stoppa fólk á förnum vegi, biðja um skilríki og jafn vel skoða síma og annað slíkt. Það bendir nú til þess að eftirlit sé verulega hert,“ sagði Árni Þór. Vestrænar merkjavöruverslanir á borð við þessa verslun Dior í Moskvu hafa verið lokaðar.Oleg Nikishin/Getty Images) Í máli hans kom einnig fram að nær algjört frost væri í utanríkissamskiptum Íslands og Rússa. Á móti hefði aukinn kraftur verið settur í samskipti við önnur ríki sem sendiráðið í Rússlandi sinnir, en þau eru Armenía, Aserbaísjan, Hvíta-Rússland (Belarús), Kasakstan, Kirgistan, Moldóva, Tadsíkistan, Túrkmenistan og Úsbekistan. „Ég get nefnt ríki eins og Moldóvu sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið vegna þess að það hefur tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Sennilega hlutfallslega flestum. Þannig að við erum að sinna því meira.“
Utanríkismál Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sprengisandur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira