Rautt neyðarstig á Keflavíkurflugvelli í nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2022 06:16 Neyðarstiginu var aflétt stuttu eftir lendingu. Vísir/Vilhelm Lýst var yfir rauðu neyðarstigi á Keflavíkurflugvelli í nótt þegar farþegaþota á leið frá Malaga til Keflavíkur lenti í vandræðum. Vélin lenti í Keflavík klukkan rúmlega hálf tvö í nótt og neyðarstigi aflétt í kjölfarið. Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Samkvæmt frétt RÚV tilheyrir vélin, sem var af gerðinni Airbus 320, flugfélaginu Play og voru 105 manns um borð í henni. Þar segir einnig að vandræðin hafi verið vegna eldsneytis en ekki er vitað hversu alvarleg vandræðin voru. „Vélin sendir tilkynningu um vandamál með eldsneyti. Þá fer viðbragðsáætlun af stað og kallað út rautt hættustig vegna þessara upplýsinga. Viðbragðið er í samræmi við viðbragðsáætlanir. Síðan kemur flugvélin og lendir heilu að höldnu og viðbúnaðurinn afturkallaður,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Birgir Olgeirsson, samskiptafulltrúi Play, segir að ekki hafi verið um að ræða vandamál á eldsneytinu. Hann gat þó ekki gefið upp hvers eðlis vandamálið var og segir að málið sé í rannsókn núna. Frekari upplýsinga mætti vænta seinna í dag. Í samtali við fréttastofu staðfestir varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja að tveir sjúkrabílar hafi farið á vettvang. Engin slys urðu á farþegum vélarinnar. Þegar vélin lenti var henni ekki ekið beint að flugstöðinni heldur að austurhlaði flugvallarins. Rautt neyðarstig þýðir að allir viðbragðsaðilar eru settir á hæsta viðbúnaðarstig. Sem fyrr segir var því aflétt eftir að vélinni var lent með alla farþega heila á húfi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Play Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira