Fjármálaáætlun og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar teknar fyrir á þinginu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. júní 2022 15:45 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Alls voru 23 mál á dagskrá þingsins í dag en tólf mál stóðu eftir klukkan þrjú, þar á meðal umræða um fjármálaáætlun næstu fimm ára og fjáraukalög 2022. Gera má ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar verða einnig til umræðu. Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Síðari umræða um fjármálaáætlun fyrir árið 2023 til 2027 hófst á Alþingi á fjórða tímanum í dag þar sem þingsályktunartillaga fjármála- og efnahagsráðherra var til umræðu. Fjárlaganefnd Alþingis lauk störfum á þessu vorþingi síðastliðinn föstudag með afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára en stjórnarflokkarnir höfðu gert ýmsar breytingar til aðhalds til að sporna gegn þenslu og verðbólgu. Alls ætlar ríkið að spara tæpa tuttugu og sex milljarða króna. Sjö þingmenn voru á mælendaskrá þegar þessi frétt var skrifuð, Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum, Kristrún Frostadóttir frá Samfylkingunni, Guðmundur Ingi Kristinsson frá Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn, Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum, Jóhann Páll Jóhannsson frá Samfylkingunni, og Stefán Vagn Stefánsson frá Framsóknarflokknum. „Ég hef verulegar áhyggjur af þessu, að mínu mati er þetta til þess fallið að ala frekar á sundrungu í staðinn fyrir samstöðu í samfélaginu,“ sagði Kristrún Frostadóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. „Þegar það er grafið svona undan velferðarþjónustunni þá elur það á vantrú fólks um að við getum í rauninni staðið saman sem samfélag.“ Stór mál á dagskrá í vikunni Þingfundur hófst með óundirbúnum fyrirspurnum klukkan hálf tólf í dag þar sem forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra, voru til svara. Alls voru sex fyrirspurnir, þrjár til forsætisráðherra, tvær til heilbrigðisráðherra, og ein til menningar- og viðskiptaráðherra. Rammaáætlun, fjármálaáætlun næstu ára og geðheilbrigðismál voru hæst á baugi. Í kjölfarið voru ellefu mál tekin fyrir og atkvæði greidd um þau áður en þingmenn tóku hlé klukkan eitt. Til stóð að þingfundur myndi hefjast aftur klukkutíma og korteri síðar en honum var frestað aftur um korter í þrígang. Klukkan þrjú kom þingið loks aftur. Tólf mál eru til umræðu nú seinni partinn og má gera ráð fyrir að fundurinn standi yfir í nokkurn tíma en til viðbótar við fjármálaáætlunina er umræða um fjáraukalög 2022 síðasta málið á dagskrá. Dómsmálaráðherra dró umdeilt útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi fyrir helgi og frestaði því fram á haust en stjórnarflokkarnir komust að samkomulagi um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. Þriðja rammaáætlunin verður því lögð fram fyrir þingið í vikunni en þegar hefur verið greint frá andstöðu, meðal annars innan raða VG.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32 Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08 Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Furðar sig á afstöðu Vinstri grænna: „Þetta er hrikaleg afturför“ Fyrrverandi umhverfisráðherra Samfylkingarinnar í stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir breytingar í nýrri rammaáætlun mikla afturför og telur ljóst að Vinstri græn hafi verið beitt þrýstingi. Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að rammáætlun verði samþykkt á Alþingi þrátt fyrir andstöðu innan flokksins. 12. júní 2022 19:32
Aðgerðirnar til þess fallnar að ala á sundrungu í stað samstöðu Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýkynntar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í efnahagsmálum helst bitna á grunnþjónustunni við landsmenn á meðan aðrir sleppi algerlega. Ríkisstjórnin sé að grafa undan velferðarþjónustu þar sem almennum borgurum er kastað fyrir bílinn. 11. júní 2022 21:08
Jón dregur útlendingafrumvarp til baka en Ramminn út úr nefnd Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um um fyrstu breytingar á rammaáætlun í sjö ár. 9. júní 2022 19:20