Hákon Arnar Haraldsson: Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum Sverrir Mar Smárason skrifar 13. júní 2022 23:30 Hákon Arnar með boltann í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta heimaleik með Íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 2-2 jafnteflinu gegn Ísrael í kvöld. Hann var ánægður að fá að byrja en hefði viljað vinna leikinn. „Fyrst og fremst bara svekkjandi að ná ekki að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli. En að sjálfsögðu er það svekkjandi að missa þetta niður en við þurfum bara að læra að klára leiki og bara drepa þá. Það er það eina í stöðunni. Við þurfum annað hvort að fara alveg og reyna að skora annað mark eða bara fara niður og beita skyndisóknum og klára leikinn þannig en það eru þjálfararnir sem ráða,“ sagði Hákon Arnar. Ísland komst yfir snemma leiks og Arnór Sigurðsson hefði getað tvöfaldað forystuna um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Hákoni. „Auðvitað er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið. Vanalega hefði Arnór skorað en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Hákon um færið. Hákon hefur verið gríðarlega öflugur í sínum fyrstu landsleikjum í þessum landsleikjaglugga og stimplað sig inn í liðið. Honum hefur sérstaklega verið hrósað fyrir góða pressu. „Það var sett upp þannig að við myndum pressa vinstra megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn. Kannski af því að ég er góður að pressa, já örugglega það. Ég og Jón Dagur vorum flottir,“ sagði Hákon. Hákon hefur ekki aðeins stimplað sig inn í íslenska landsliðið heldur gerði hann það einnig hjá FCK í Danmörku á liðnu tímabili. Hann bjóst ekki við svo stóru hlutverki fyrir mótið en fagnar því ásamt samkeppninni við besta vin sinn, Ísak Bergmann. „Ég bjóst ekki við þessu þegar við vorum í Austurríki í æfingaferð. Það var hinsvegar frábært að enda þetta svona á þremur byrjunarliðs leikjum, tveimur mörkum og að vinna svo titilinn. Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum. Frá því að við vorum guttar á Norðurálsmótinu og yfir í að vinna saman danska meistaratitilinn.“ „Við reynum að bæta hvorn annan inná vellinum. Við getum báðir spilað margar stöður inná vellinum. Þetta er holl samkeppni og mér finnst við bæta hvorn annan,“ sagði Hákon. Hákon hefur varla fengið frí í marga mánuði en fær nú nokkra daga. Hann segist vera klár þegar hann þarf vegna þess að hann er enn ungur. „Líkaminn er bara flottur. Ég er ennþá bara ungur og nóg af orku í mér. Ég er bara klár þegar kallið kemur og við eigum að fara að æfa aftur með FCK. Ég fæ átta daga núna, það er nú ekki mikið en það er eitthvað. Svo er það bara beint aftur í „action“ með FCK,“ sagði Hákon Arnar. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03 Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
„Fyrst og fremst bara svekkjandi að ná ekki að klára þetta en gaman að fá fyrsta byrjunarliðsleikinn á Laugardalsvelli. En að sjálfsögðu er það svekkjandi að missa þetta niður en við þurfum bara að læra að klára leiki og bara drepa þá. Það er það eina í stöðunni. Við þurfum annað hvort að fara alveg og reyna að skora annað mark eða bara fara niður og beita skyndisóknum og klára leikinn þannig en það eru þjálfararnir sem ráða,“ sagði Hákon Arnar. Ísland komst yfir snemma leiks og Arnór Sigurðsson hefði getað tvöfaldað forystuna um miðjan fyrri hálfleik eftir sendingu frá Hákoni. „Auðvitað er ég svekktur að hann hafi ekki sett hann en þetta var vel varið. Vanalega hefði Arnór skorað en svona er þetta og leikurinn fór eins og hann fór,“ sagði Hákon um færið. Hákon hefur verið gríðarlega öflugur í sínum fyrstu landsleikjum í þessum landsleikjaglugga og stimplað sig inn í liðið. Honum hefur sérstaklega verið hrósað fyrir góða pressu. „Það var sett upp þannig að við myndum pressa vinstra megin og ég myndi fara á hægri hafsentinn. Kannski af því að ég er góður að pressa, já örugglega það. Ég og Jón Dagur vorum flottir,“ sagði Hákon. Hákon hefur ekki aðeins stimplað sig inn í íslenska landsliðið heldur gerði hann það einnig hjá FCK í Danmörku á liðnu tímabili. Hann bjóst ekki við svo stóru hlutverki fyrir mótið en fagnar því ásamt samkeppninni við besta vin sinn, Ísak Bergmann. „Ég bjóst ekki við þessu þegar við vorum í Austurríki í æfingaferð. Það var hinsvegar frábært að enda þetta svona á þremur byrjunarliðs leikjum, tveimur mörkum og að vinna svo titilinn. Það er draumi líkast að gera þetta með vini sínum. Frá því að við vorum guttar á Norðurálsmótinu og yfir í að vinna saman danska meistaratitilinn.“ „Við reynum að bæta hvorn annan inná vellinum. Við getum báðir spilað margar stöður inná vellinum. Þetta er holl samkeppni og mér finnst við bæta hvorn annan,“ sagði Hákon. Hákon hefur varla fengið frí í marga mánuði en fær nú nokkra daga. Hann segist vera klár þegar hann þarf vegna þess að hann er enn ungur. „Líkaminn er bara flottur. Ég er ennþá bara ungur og nóg af orku í mér. Ég er bara klár þegar kallið kemur og við eigum að fara að æfa aftur með FCK. Ég fæ átta daga núna, það er nú ekki mikið en það er eitthvað. Svo er það bara beint aftur í „action“ með FCK,“ sagði Hákon Arnar.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03 Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Sjá meira
Einkunnir Íslands: Þórir Jóhann og Hákon stóðu upp úr Leikmenn íslenska landsliðsins áttu misgóðan dag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael öðru sinni í Þjóðadeild karla í fótbolta í kvöld. Ísland er með þrjú stig eftir þrjá leiki í riðlinum. 13. júní 2022 21:03
Umfjöllun: Ísland 2-2 Ísrael | Ísland á enn þá möguleika á toppsætinu eftir svekkjandi jafntefli Ísland gerði enn eitt jafntelið í Þjóðadeildinni þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Ísrael á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland komst tvisvar yfir í leiknum en missti það niður í bæði skiptin. Eftir úrslitin í kvöld minnka líkurnar á því að vinna riðilinn. 13. júní 2022 21:05