Stórleikir í Laugardal og á Selfossi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. júní 2022 13:30 Selfoss fær Val í heimsókn á meðan Breiðablik mætir Þrótti Reykjavík. Vísir/Diego Níunda umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta fer fram í kvöld. Tveir stórleikir eru á dagskrá og þá verða herlegheitin gerð upp í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals keyra suður fyrir fjall og mæta Selfyssingum. Heimaliðið tapaði naumlega á Kópavogsvelli í síðustu umferð og þarf að taka stig, eitt eða fleiri, af gestunum í dag ætli liðið sér ekki að missa efstu fjögur lið deildarinnar fram úr sér. Valur hefur átt erfitt með lið utan höfuðborgarsvæðisins til þessa á leiktíðinni en liðið tapaði nokkuð óvænt 2-1 fyrir Þór/KA á Akureyri í annarri umferð og þá gerði liðið nýverið 1-1 jafntefli við ÍBV á Hlíðarenda. Nú er spurning hvort Selfyssingar ætli sér að vera með Þór/KA og ÍBV í flokki eða Keflavík sem steinlá 3-0 gegn Íslandsmeisturunum. Með sigri gæti Selfoss farið alla leið upp í 2. sæti deildarinnar þar sem Þróttur Reykjavík tekur á móti bikarmeisturum Breiðabliks í Laugardalnum. Sem stendur situr Þróttur sæti ofar með stigi meira en liðin eru í 3. og 4. sæti deildarinnar. Blikar flakka á milli þess að geta varla skorað í að raða inn mörkum. Það er framan af sumri allavega en liðið lét eitt mark duga er Selfoss mætti á Kópavogsvöll í síðustu umferð. Hildur Antonsdóttir – sem er óvænt farin að spila fremst – skoraði glæsilegt mark og tryggði Breiðabliki 1-0 sigur í skemmtilegum leik. Breiðablik er með jafnbestu vörn deildarinnar ásamt toppliði Vals og ljóst að ef Blikar vinna sinn leik í kvöld ásamt því að Selfoss taki stig af Val að þá er toppbaráttan í Bestu deild kvenna búin að opnast upp á gátt. Aðeins eru fjórir dagar síðan Breiðablik og Þróttur Reykjavík áttust við síðast en liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þann 10. júní. Líkt og í úrslitaleiknum á síðasta tímabili var það Breiðablik sem hafði betur. Einhverstaðar segir að ómögulegt sé að vinna tvo leiki í röð ef lið nokkuð jöfn að styrkleika mætast í deild og bikar án þess að spila leik þar á milli. Það er nú Blika að afsanna þá kenningu. 9. umferð Bestu deildar kvenna.Bestu mörkin Svona lítur 9. umferð Bestu deildar kvenna út en stórleikurinn á Selfossi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar á undan er leikur Aftureldingar og ÍBV sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Allir leikir eru svo sýndir beint á rás Bestu deildarinnar á Stöð2.is.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tengdar fréttir „Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
„Fyrsta skipti í langan tíma sem þú sérð ekki Val og Breiðablik tróna tvö á toppnum“ Mikil spenna ríkir fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Ásamt því að fara yfir komandi umferð ræddi Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, aðeins íslenska kvenna landsliðið en gestir hennar að þessu sinni eiga samtals að baki 217 A-landsleiki. 13. júní 2022 11:00