
„Dagurinn gekk eins og vera ber. Það voru allar ferðir á áætlun,“ segir Hörður Orri. Gefið var út í gærkvöldi að tilkynning yrði gefin út um ferðir dagsins eftir að ástand brúarinnar hefði verið metið.
Röskun varð á ferðum ferjunnar eftir að grindur í bílabrúnni hafi þrýst upp og beyglast þegar ferjan kom of harkalega að bryggju um klukkan 19 í gærkvöldi. Bílar sem ætluðu í land í Vestmannaeyjum sátu fastir um borð í um klukkustund vegna óhappsins.
Hörður Orri segir að síðustu ferðir skipsins í gær hafi verið sameinaðar, bæði frá Vestmannaeyjum og svo frá Landeyjahöfn.
Hann segir að ekki hafi verið mikið tjón á brúnni að ræða.