Sneru við sýknudómi manns sem nauðgaði fyrrverandi kærustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 17:47 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gefið var að sök að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Var manninum gert að sæta fangelsisrefsingu í þrjú ár en héraðsdómur hafði áður sýknað manninn vegna sönnunarskorts. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Sjá meira