Lúðvík fær ekki að áfrýja dómi í meiðyrðamáli sínu til Hæstaréttar Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 17:30 Ummæli Óðins í Viðskiptablaðinu vörðuðu aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar (t.h.) að sátt sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið um kaup á Festi. Vísir/samsett Hæstiréttur hafnaði ósk Lúðvíks Bergvinssonar um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn ritstjóra Viðskiptablaðsins og útgáfufélags þess. Málið var ekki talið hafa verulegt almennt gildi. Lúðvík krafðist ómerkingar á þremur ummælum sem birtust í Viðskiptablaðinu 8. apríl árið 2020 og síðar á vefsíðu blaðsins. Ummælin birtust í nafnlausa skoðanadálkinum Óðni. Vörðuðu ummælin störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið um kaup á Festi. Lagði höfundur dálksins til að réttar væri að Festi kærði Lúðvík fyrir að gefa út tilhæfulausa reikninga. Lúðvík taldi þetta ærumeiðandi mógðanir og aðdróttanir. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess ætluð að sverta æru hans. Lúðvík tapaði málinu fyrst og Héraðsdómi Reykjavíkur og síðan í Landsrétti. Í beiðni sinni um að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar byggði hann á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, meðal annars um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Úrlitin vörðuðu einnig rétt hans til æruverndar og þá teldi hann að dómur Landsréttar hefði bersýnilega verið rangur að efni til. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki. Hvorki væri hægt að líta svo á að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi né að þau vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni Lúðvíks. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar hefði verið bersýnlega rangur. Beiðni Lúðvíks var því hafnað. Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Lúðvík krafðist ómerkingar á þremur ummælum sem birtust í Viðskiptablaðinu 8. apríl árið 2020 og síðar á vefsíðu blaðsins. Ummælin birtust í nafnlausa skoðanadálkinum Óðni. Vörðuðu ummælin störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið um kaup á Festi. Lagði höfundur dálksins til að réttar væri að Festi kærði Lúðvík fyrir að gefa út tilhæfulausa reikninga. Lúðvík taldi þetta ærumeiðandi mógðanir og aðdróttanir. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess ætluð að sverta æru hans. Lúðvík tapaði málinu fyrst og Héraðsdómi Reykjavíkur og síðan í Landsrétti. Í beiðni sinni um að fá að áfrýja málinu til Hæstaréttar byggði hann á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, meðal annars um mörk gildisdóma og staðhæfinga um staðreyndir. Úrlitin vörðuðu einnig rétt hans til æruverndar og þá teldi hann að dómur Landsréttar hefði bersýnilega verið rangur að efni til. Á þetta féllst Hæstiréttur ekki. Hvorki væri hægt að líta svo á að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi né að þau vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni Lúðvíks. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar hefði verið bersýnlega rangur. Beiðni Lúðvíks var því hafnað.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Fjölmiðlar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira