Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 15. júní 2022 19:16 Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun