Víkingar skoruðu öll mörkin í þriggja marka leik á móti HK | FH með stórsigur gegn Grindavík Atli Arason skrifar 15. júní 2022 22:00 Svanhildur Ylfa skoraði bæði sjálfsmark og sigurmarkið í leik Víkings og HK. Hér er hún ásamt þjálfara Víkings, John Henry Andrews Facebook/Víkingur Þrír leikir fóru fram í kvöld í Lengjudeild kvenna í fótbolta. Víkingar knúðu fram eins marks sigur á HK í Víkini þar sem heimakonur skoruðu öll þrjú mörkin í 2-1 sigri. FH fór auðveldlega í gegnum Grindavík í Kaplakrikanum þar sem heimakonur unnu 6-0 sigur. Fylkir sótti svo þrjú stig á Kópavogsvelli með 0-2 sigri. Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Í Víkinni kom Christabel Oduro heimakonum yfir á 33. mínútu og Víkingar voru 1-0 yfir í hálfleik. Á fimm mínútna kafla var komið að Svanhildi Ylfu Dagbjartsdóttur, leikmanni Víkings, sem setti boltann yfir línuna í bæði mörkin. Svanhildur tvöfaldaði fyrst forskot Víkings með marki á 61. mínútu áður en hún varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 66. mínútu og þar við sat. Lokatölur 2-1 fyrir Víking. Víkingar stökkva yfir HK og lyfta sér upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. tímabundið, með 15 stig. HK er með jafn mörg stig í 3. sæti en lakari markatölu. FH var ekki í neinum vandræðum með Grindavík en Elísa Lana Sigurjónsdóttir, Shaina Ashouri, Colleen Kennedy og Ester Rós Arnarsdóttir skoruðu eitt mark hver ásamt tveimur mörkum frá Kristin Schurr í sitthvorum hálfleiknum, 6-0. FH rígheldur í toppsætið eftir sinn þriðja sigur í röð. Hafnfirðingar eru með 19 stig eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru í 6. sæti með sjö stig. Á Kópavogsvelli var Fylkir í heimsókn hjá Augnablik þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk gegn engu frá Augnablik. Vienna Behnke og Tinna Harðardóttir gerðu mörk Fylkis í sitthvorum hálfleiknum. Augnablik og Fylkir eru jöfn í 7. og 8. sæti deildarinnar, bæði með 6 stig og sömu markatölu. Augnablik hefur þó skorað fleiri mörk á tímabilinu. 7. umferðin klárast svo á sunnudaginn með tveimur leikjum. Upplýsingar um úrslit og markaskorara koma frá heimasíðu KSÍ.is
Lengjudeild kvenna Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík HK FH Grindavík Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira