Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2022 11:02 Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann Gothia Cup síðast þegar mótið var haldið, árið 2019, í flokki 15 ára drengja. Í liðinu voru til að mynda Adolf Daði Birgisson, Ísak Andri Sigurgeirsson, Óli Valur Ómarsson og Eggert Aron Guðmundsson sem allir leika með Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Gothia Cup Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Alls eru keppendur frá fjórtán íslenskum félögum skráðir til leiks á mótinu í ár og keppa þar í flokkum stráka og stelpna á aldrinum 13-16 ára. Íslensku félögin eru Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir, Njarðvík, Stjarnan og Víkingur Reykjavík. Mismunandi er hve mörg lið félögin senda og í hvaða flokkum en Breiðablik á flest lið eða alls fjórtán. „Uppsöfnuð þörf“ Samkvæmt nýjustu tölum ferðaskrifstofunnar VITA, sem skipuleggur ferðina fyrir félögin, eru 1.230 íslenskir farþegar á leið á mótið ef taldir eru leikmenn, þjálfarar og fararstjórar. Lúðvík Arnarson, forstöðumaður íþróttaferða VITA, segir að við þennan hóp bætist fjöldi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima iðkenda svo að „varlega áætlað“ verði yfir 2.000 Íslendingar í Gautaborg vegna mótsins. „Þetta er auðvitað uppsöfnuð þörf í þessu sem öðru þetta sumarið sem útskýrir þann mikla fjölda sem fer þetta árið. Í venjulegu árferði erum við með um 500-700 manns á þessu móti,“ segir Lúðvík. Um 255.000 kjötbollur borðaðar Gothia Cup er haldið dagana 17.-23. júlí og eru alls 1.616 lið frá 62 þjóðum skráð til leiks í ár. Alls verða spilaðir 3.580 leikir á mótinu og borðaðar um 255.000 kjötbollur með kartöflustöppu, samkvæmt heimasíðu mósins. Fótbolti Íþróttir barna Íslendingar erlendis Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Alls eru keppendur frá fjórtán íslenskum félögum skráðir til leiks á mótinu í ár og keppa þar í flokkum stráka og stelpna á aldrinum 13-16 ára. Íslensku félögin eru Breiðablik, FH, Fjölnir, Fylkir, Grótta, HK, ÍBV, KA, Keflavík, KR, Leiknir, Njarðvík, Stjarnan og Víkingur Reykjavík. Mismunandi er hve mörg lið félögin senda og í hvaða flokkum en Breiðablik á flest lið eða alls fjórtán. „Uppsöfnuð þörf“ Samkvæmt nýjustu tölum ferðaskrifstofunnar VITA, sem skipuleggur ferðina fyrir félögin, eru 1.230 íslenskir farþegar á leið á mótið ef taldir eru leikmenn, þjálfarar og fararstjórar. Lúðvík Arnarson, forstöðumaður íþróttaferða VITA, segir að við þennan hóp bætist fjöldi foreldra og annarra fjölskyldumeðlima iðkenda svo að „varlega áætlað“ verði yfir 2.000 Íslendingar í Gautaborg vegna mótsins. „Þetta er auðvitað uppsöfnuð þörf í þessu sem öðru þetta sumarið sem útskýrir þann mikla fjölda sem fer þetta árið. Í venjulegu árferði erum við með um 500-700 manns á þessu móti,“ segir Lúðvík. Um 255.000 kjötbollur borðaðar Gothia Cup er haldið dagana 17.-23. júlí og eru alls 1.616 lið frá 62 þjóðum skráð til leiks í ár. Alls verða spilaðir 3.580 leikir á mótinu og borðaðar um 255.000 kjötbollur með kartöflustöppu, samkvæmt heimasíðu mósins.
Fótbolti Íþróttir barna Íslendingar erlendis Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira