Af hverju bjóðum við okkur fram í aðalstjórn SÁÁ Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir skrifa 16. júní 2022 15:01 Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöllur bjóðum fram krafta okkar í aðalstjórn SÁÁ vegna þess að við viljum að starfsemi samtakanna sé áfram í þágu vímuefnasjúkra og fjölskylda þeirra eins og verið hefur hingað til. Megin tilgangur samtakanna hefur verið frá stofnun þeirra að útrýma fordómum gagnvart vímuefnasjúkdómum og starfrækja sjúkrahús, inniliggjandi eftirmeðferð, göngudeild og félagsleg úrræði. Samtökin eru almannasamtök og stofnuð af öflugum frumkvöðlum sem höfðu fengið lausn á sínum vanda í Bandaríkjunum og við þekkjum öll söguna síðan. Stjórnarhættir núverandi stjórnar samrýmast ekki lögum samtakanna og sem hefur gert þau að lokuðum hagsmunasamtökum starfsmanna í stað opinna grasrótarsamtaka sem berjast fyrir hagsmunum vímuefnasjúkra. Fyrir liggur að núverandi stjórn ætlar að breyta lögum samtakanna sem styrkir þau enn betur í sessi sem hagsmunasamtök starfsmanna. Allt frá upphafi samtakanna árið 1977 hefur önnur okkar og hin frá árinu 1983 átt tengsl við SÁÁ með fleiri en einum hætti. Við eigum það sameiginlegt að hafa þegið þjónustu SÁÁ og fengið aukin lífsgæði og betra líf fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar svo ekki sé talað um að við höfum verið betri þjóðfélagsþegnar. Auk þess að vera notendur þjónustu SÁÁ höfum við verið samstarfsmenn, tekið þátt í ýmsu félagsstarfi sælla minninga og önnur okkar verið starfsmaður og setið í framkvæmdarstjórn samtakanna. Við höfum margþætta reynslu af störfum innan velferðarþjónustunnar í málaflokki um vímuefnavandann svo sem ráðgjöf í meðferð, félagsþjónustu, starfsemi búsetuúrræða bæði fyrir einstaklinga í bata og þá sem hafa dvalið í skaðaminnkandi úrræðum. Við höfum áhyggjur af framtíð vímuefnameðferðar í landinu, fyrir hönd núverandi og komandi kynslóða og ekki að ástæðu lausu. Við viljum koma inn í aðalstjórn samtakanna til að hafa áhrif á framtíð þeirra fyrst og fremst og koma í veg fyrir að núverandi stjórn fari með samtökin og starfsemi þeirra í algjört þrot. Áhyggjur okkar eru vegna þeirra ófara sem hafa dunið á í tíð núverandi framkvæmdarstjórnar og hefur verið þó nokkuð fjallað um í fjölmiðlum s.s. kæra Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) til héraðsaksóknara og kæru til landlæknisembættis. Það slær mann hvað viðbrögð stjórnar og starfsmanna við þeim vanda sem snýr að þessu eru forkastanleg og lýsa afneitun á stöðu mála. Einnig er vert að hafa áhyggjur af áherslubreytingum í meðferðinni varðandi afköst og að ekki er unnið með að fækka á biðlista eftir meðferð. Þá virðist halla undan fæti varðandi megin þátt starfseminnar sem er í höndum áfengis-og vímuefnaráðgjafa þar sem dregið hefur verið markvist úr kennslu, handleiðslu og endurmenntun fyrir áfengis- og vímuefnaráðgjafanema og ráðgjafa, undanfarin 4 ár. Hjarta okkar slær með vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra og vilji okkar er að efla ráðgjafastéttina, hafa öflugt sjúkrahús (Vogur) með sérhæfðum læknum, hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum til að sinna veikum, bráðveikum og langveikum einstaklingum með vímuefnasýki. Það er þekkt að afleiðingar neyslu áfengi og/eða annarra vímuefna geta verið margvíslegar og ekki síst á félagslega þætti s.s. brottfall úr námi, atvinnumissir, skertrar starfsgetu, skilnaður, vanræksla, afbrot ofl. sem getur leitt til einangrunar, fátæktar og oft á tíðum heimlisileysis. Áhersla okkar er einnig á að auka tengsl enn betur við velferðarþjónustu og auka þannig bataauð þeirra sem koma í meðferð. Efla tengsl við félagsþjónustu, starfsendurhæfingu og öldrunarþjónustu. Samþætta þannig þjónustu meðferðarsviðs og annarrar velferðarþjónustu sem varðar húsnæðismál, atvinnumál, og þjónustu vegna sértæks vanda sem afleiðingu af neyslu og er á höndum félagsþjónustu, almennrar heilsugæslu, Vinnumálastofnunar, Virk ofl. að leysa. Elísabet Dottý Kristjánsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir félagar í SÁÁ.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun