Segir að „ríkisfélögin“ stefni evrópskum fótbolta í hættu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júní 2022 07:30 Javier Tebas, forseti La Liga, er ekki hrifinn af viðskiptaháttum Manchester City og Paris Saint-Germain. Irina R. Hipolito / AFP7 via Getty Images Javier Tebas, forseti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, La Liga, segir að evrópskur fótbolti sé í hættu nema hægt sé að stjórna „ríkisfélögum“ á borð við Manchester City og Paris Saint-Germain. Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum. Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Fyrr í vikunni var sagt frá því hér á Vísi að forsvarsmenn La Liga hafi sent formlegar ásakanir til UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, þar sem þeir telja PSG og Manchester City hafa brotið reglur um fjárhagslega háttvísi. Forráðamenn La Liga telja að félögin séu í raun rekin af ríkum löndum og sveigi framhjá lögum og reglum sem hannaðar séu til að eyðsla félaga sé sem sjálfbærust. Bæði felög hafa þó ítrekað neitað þessum ásökunum. Englandsmeistarar Manchester City eru í eigu Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á meðan Frakklandsmeistarar PSG eru í eigu Tamim bin Hamad Al Thani frá Katar. Javier Tebas, forseti La Liga, segir að ásakanirnar hafi verið sendar til að reyna að vernda fótboltann. „Við erum að þessu til að vernda vistkerfi fótboltans í Evrópu,“ sagði Tabas. „Við teljum að evrópskur fótbolti sé í hættu. Við höfum ekki getað hannað kerfi til að hafa stjórn á þessum ríkisfélögum.“ „Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði“ Á sameiginlegum fundi evrópsku knattspyrnudeildanna í Amsterdam í vikunni hélt Tebas ekki aftur að sér og skaut föstum skotum á bæði Manchester City og PSG. „Launatölurnar þeirra á seinasta tímabili voru 600 milljónir evra,“ sagði Tebas um PSG. „Það er ómögulegt og það er ef við teljum nýja samninginn við [Kylian] Mbappé ekki með. Það er augljóst að þeir fylgja ekki reglum um fjárhagslegt háttvísi (e. Financial Fair Play). Þetta setur fjárhagslegt vistkerfi Evrópu í hættu.“ Hann lét einnig í sér heyra varðandi Manchester City, en Englandsmeistararnir voru árið 2020 dæmdir í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu fyrir brot á reglum um fjárhagslegt háttvísi. Alþjóðaíþróttadómstóllinn CAS snéri dómnum þó við og félagið þurfti því aldrei að taka út bannið. „Á einum tímapunkti voru 68 prósent af tekjum Manchester City auglýsingatekjur. Real Madrid var með 54 prósent í gegnum auglýsingatekjur. Það er ómögulegt. Manchester City sem vörumerki er ekki svona mikils virði. Þeir fengu á sig dóm, en honum var snúið við,“ sagði Tebas að lokum.
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira