Saga tveggja þjóða Finnur Th. Eiríksson skrifar 17. júní 2022 11:00 Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru 78 ár liðin frá lýðveldisyfirlýsingunni á Þingvöllum. Sú yfirlýsing var í samræmi við sambandslögin frá 1918 og viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Lýðveldið Ísland var endurreisn forna þjóðveldisins sem leið undir lok þegar Íslendingar gengust Noregskonungi á hönd. Sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur í aldanna rás byggt á einstakri þrautseigju gagnvart öflum sem hafa oft virst okkur ofviða. Menningararfur okkar í tungumálinu, þjóðarháttum og fornsögum hefur hjálpað til við að verja okkur gegn ölduróti umheimsins. Upp til hópa eru Íslendingar stoltir af menningararfi sínum, varðveittum í fornritum og sögufrægum kennileitum. En saga Íslendinga á sér skýrar hliðstæður í sögu annarrar þjóðar. Staðreyndin er sú að allar staðhæfingarnar um Íslendinga í efnisgreininni hér að ofan eiga einnig við Gyðingaþjóðina í Ísrael, þótt mörg atriði í þeirra sögu séu óneitanlega þungbærri og erfiðari en okkar. Þjóðríkin eru bæði ung þótt þjóðirnar séu fornar. Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1944 en Gyðingar lýstu yfir sjálfstæði árið 1948. Flest önnur sjálfstæð ríki í heiminum hafa viðurkennt lögmæti þessara sjálfstæðisyfirlýsinga. Menningarverðmæti í tungumáli og handritum Eitt af höfuðeinkennum flestra þjóða er sérstök þjóðtunga. Langflestir hópar Gyðinga sem fluttu til Ísraels á 19. og 20. öld höfðu notað hebreska tungu daglega við lestur á fornsögum, bænum og lagabálkum. Stofnuð var hebresk málnefnd sem miðaði að því að finna upp hebresk nýyrði, ekki ólíkt iðju Fjölnismanna á 19. öld og starfi íslensku málnefndarinnar. Á árunum 1946 og 1947 fundust þúsundir handrita í Kúmran-hellunum við Dauðahafið, skammt frá Jerúsalem. Fleiri handrit fundust á sömu slóðum árið 1956. Þau eru öll um eða yfir 2000 ára gömul og, viti menn, eru langflest skrifuð á hebresku – þjóðtungu Gyðinga. Fjölmörg hebresk fornhandrit til viðbótar hafa einnig verið varðveitt. Sameiningarafl fornhandrita fyrir Gyðingaþjóðina er ekki ólíkt sameiningarafli íslensku söguhandritanna fyrir Íslendinga. Mörg þessara handrita eru reglulega til sýnis í „Skríni bókarinnar“ (e. Shrine of the Book) í Jerúsalem. Órjúfanleg söguleg tengsl við landið Þann 7. júní síðastliðinn voru 55 ár liðin frá langþráðri sameiningu Jerúsalemborgar. Í Austurhluta Jerúsalem er hvort tveggja að finna Grátmúrinn og Musterishæðina – síðustu leifar musteris Gyðinga sem var eyðilagt af Rómverjum fyrir tæpum tveimur árþúsundum. Á þeim tíma var stærstur hluti borgarinnar jafnaður við jörðu, ný borg með nafninu Aelia Capitolina byggð í hennar stað og Gyðingar gerðir brottrækir þaðan. Allar götur síðan hafa Gyðingarnir sem bjuggu í landinu helga og í dreifðinni (e. diaspora) beðið tækifæris til að endurheimta Jerúsalem. Í aldanna rás færðust hlutir aftur í rétt horf. Borgin hlaut aftur nafnið Jerúsalem og Gyðingum var leyft að snúa þangað aftur. Árið 1874 voru Gyðingar orðnir um helmingur borgarbúa. Á Vesturbakkanum og í Jerúsalem er að finna mikinn fjölda grafreita, fornminja og sögufrægra kennileita Gyðingaþjóðarinnar. Að segja Gyðingum að þeir og þjóðríki þeirra eigi ekki rétt á að ráðstafa þessum menningarverðmætum er álíka fráleitt og að segja Íslendingum að þeir eigi ekkert tilkall til Þingvalla. Kjarni málsins er sá að ef Íslendingar eiga rétt á þjóðríki eiga Gyðingar í Ísrael einnig þann rétt. Engu að síður hefur Ísraelsríki ítrekað legið undir ámæli fyrir að byggja á þjóðernislegum grunni. Vinstri-öfgafólk hefur áratugum saman haldið uppi þeirri hugmynd að þjóðernishyggja sé samheiti yfir kynþáttahyggju þrátt fyrir að þetta séu í raun tvær ólíkar stefnur. Hugtakið „þjóð“ vísar hvorki til húðlitar né annarra erfðaþátta heldur vísar það til sameiginlegra menningarlegra þátta, til dæmis tungumáls, tónlistar- og matarmenningar. Það er því vel hægt að vera þjóðernissinnaður og mótfallinn kynþáttahyggju á sama tíma. Hvaða erindi á þjóðernishyggja til okkar? Vitanlega höfum við orðið vitni að neikvæðum birtingarmyndum þjóðernishyggju í nútímasögu Vesturlanda. Það er því nauðsynlegt að reka varnagla sem koma í veg fyrir að þjóðernishyggjan geti farið af sporinu á þann hátt. En það væru alvarleg mistök að hafna henni alfarið vegna þessarar mögulegu áhættu. Það væri nær að beina henni í jákvæðan farveg. Sem betur fer virðast langflestir Íslendingar veita þeirri nálgun hljómgrunn. Þann 10. maí síðastliðinn hélt forseti Íslands ræðu í Háskólanum í Færeyjum. Þar sagði hann meðal annars (þýtt úr ensku): „Við skulum ekki gleyma þeim jákvæðu áhrifum sem þjóðernishyggja getur haft á samfélög okkar, hvernig hún getur nært einingu og sameiginlegan stuðning, hvernig hún getur aukið ást og umhyggju okkar fyrir náttúru okkar og umhverfi, hvernig hún getur tengt fortíð okkar, nútíð og framtíð, hvernig þjóðernishyggja getur viðhaldið og ætti að viðhalda menningu okkar, tungumáli og sögu.“ Spurningin um hvaða erindi þjóðernishyggjan á til okkar verður sífellt áleitnari. Það er staðreynd að við lifum á tímum aukinnar alþjóðasamvinnu. Þrátt fyrir margvíslega kosti þeirrar þróunar getur hún valdið því að smáþjóðir hverfi í skugga stórveldanna. Því þurfa smáþjóðirnar að standa saman í baráttunni fyrir öruggum atkvæða- og tilverurétti. Af þeirri ástæðu er það mín von að Ísland og Ísrael sjái hag sinn í samstöðu á þessum grunni og að ríkin muni veita hvort öðru stuðning til að varðveita sinn verðmæta menningararf. Gleðilega þjóðhátíð! Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun