Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júní 2022 19:34 Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, skilaði Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður aftur til Danadrottningar. Samsett Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022 Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa til áratuga og danskur konsúll, hlaut Dannebrogsorðuna árið 1979 og tveimur árum síðar hlaut hann Fálkaorðuna. Samkvæmt reglum ber að skila báðum orðum eftir andlát orðuhafa. Það kom því hlut fjölskyldunnar að skila orðunum tveimur. „Við fórum erfingjar hans á Bessastaði fyrir nokkuð mörgum árum síðan og gáfum úr dánarbúi part af Alþingishátíðarstellinu sem var til á heimilinu, frá Alþingishátíðinni 1930 og skiluðum þá fálkaorðunni í leiðinni,“ sagði Kjartan í símtali við blaðamann. Ferðaðist með flugvél, ferju og reiðhjóli til að skila orðunni Eftir að búið var að skila Fálkaorðunni tók Kjartan það að sér innan fjölskyldunnar að skila Dannebrogsorðunni næst þegar hann færi til Kaupmannahafnar. „Svo hef ég bara ekki átt leið til Köben fyrr en ég var staddur núna í Helsingborg í Svíþjóð og skellti mér yfir á 17. júní til að skila þessu formlega,“ sagði Kjartan. Til að komast frá Helsingborg á orðuskrifstofuna, sem er í gulu höllinni við Amalieborg, fyrir klukkan 16 þurfti Kjartan að taka lest, ferju og loks reiðhjól. Á skrifstofunni tóku á móti honum starfsmenn Margrétar Þórhildar Danadrottningar sem tóku við orðunni. Tæpum 20 árum eftir andlát Gísla Konráðssonar og meira en 40 árum eftir orðuveitinguna komst Dannebrogsorðan því loks aftur í hendur drottningar. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegt myndband af ferðalagi Golla til Kaupmannahafnar: 17. júní verkefnið. pic.twitter.com/bPTpvC7lkS— Golli - Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) June 17, 2022
Danmörk Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira