„Fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur“ Snorri Másson skrifar 17. júní 2022 20:47 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna af öllu Suðurlandi og víðar að tóku þátt í einni umfangsmestu aðgerð síðari tíma á Vatnajökli í nótt. Hópi fjórtán göngumanna var bjargað úr virkilega erfiðum aðstæðum. Ástandið var orðið krítískt. Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma. Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Það var tólf manna hópur pólskra kvenna ásamt tveimur leiðsögumönnum frá íslensku fyrirtæki sem lögðu af stað upp á Hvannadalshnjúk um miðja nótt aðfararnótt fimmtudags. Ætla má að hópurinn hafi verið kominn upp á topp um hádegi á fimmtudegi og svo var haldið aftur niður. Það var á leiðinni niður sem staðsetningarbúnaðurinn brást, hópurinn gat ekki haldið áfram og kallaði eftir hjálp. „Fyrstu upplýsingarnar sem við fengum þá leit þetta út fyrir að vera frekar einfalt, þótt það sé ekkert einfalt þarna uppi. En fljótlega þegar sleðamennirnir koma upp að jökli og eru að græja sig þar, færist þetta í þá áttina að þetta verði frekar flókið,“ segir Jens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar. „Þetta var hiti við frostmark, rigning, slydda og snjókoma, þannig að þetta voru ekki góðar aðstæður og skyggnið var bara ekki neitt,“ segir Jens. Aðstæður voru virkilega krefjandi við björgunaraðgerðir á Vatnajökli í nótt.Aðsend mynd Það er ekkert grín að koma fjórtán manns niður af jökli; sem gerði þetta tímafrekt. Klukkan þrjú í dag, um einum og hálfum sólarhring eftir að lagt var af stað, hafði öllu fólkinu verið komið niður úr fjalli og til Hafnar í Hornafirði. „Fólk var orðið nokkuð bratt þegar það kom niður. En þegar það var komið að þeim uppi á jökli var fólkinu mjög kalt og ástandið var farið að verða nokkuð krítískt þarna uppi,“ segir Jens. „Ég held að fólk hefði ekki getað verið þarna mikið lengur og ég held að það séu allir fegnir því að þetta hafi farið svona vel. Þetta hefði getað farið miklu verr.“ Næstu dögum ver hópurinn í að jafna sig eftir það sem margir telja eitt mesta björgunarafrek á jöklinum í langan tíma.
Vatnajökulsþjóðgarður Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Hvannadalshnjúkur Tengdar fréttir Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30 Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Göngugarparnir á leið til Hafnar þar sem kjötsúpa bíður þeirra Fjórtán göngugarpar, sem hófu göngu niður af Hvannadalshnjúki síðdegis í gær en óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita, eru komnir inn í hlýja bíla og eru á leið til Hafnar, þar sem kjötsúpa bíður þeirra. 17. júní 2022 08:30
Halda til móts við gönguhóp í vandræðum á Hvannadalshnjúki Björgunarsveitarfólk af Suður- og Suðausturlandi er nú á leið að gönguhópi sem villtist á Hvannadalshnjúki í dag. Enginn er slasaður í hópnum en björgunarsveitir vonast til þess að komast að fólkinu á næstu klukkutímunum. 16. júní 2022 22:00