25 hjúkrunarfræðingar hætt eða sagt upp störfum á bráðamóttöku Eiður Þór Árnason skrifar 18. júní 2022 07:28 Landspítalinn hefur lengi glímt við mönnunarvanda. Vísir/Vilhelm Alls hafa 25 hjúkrunarfræðingar hætt störfum eða sagt upp á bráðamóttöku Landspítalans á þessu ári. Þar af hafa þrettán þegar hætt störfum og nokkrir lækkað starfshlutfall sitt en tólf til viðbótar hafa sagt upp á allra síðustu vikum. Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helgu Rósu Másdóttur, deildarstjóra á bráðamóttöku spítalans, við fyrirspurn Fréttablaðsins sem fjallar um málið í dag. Þar segir að níu uppsagnir taki gildi 1. september og þrjár 1. október. Að sögn Helgu Rósu voru 85,7 stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökunni mönnuð þann 1. janúar en í maí hafi talan verið komin niður í 68,5. Mönnunarlíkan Landspítalans gerir ráð fyrir 90 stöðugildum hjúkrunarfræðina á bráðamóttökunni. Ítrekað varað við stöðunni Greint var frá því í lok maí að fjórir hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku á einum degi og vísað til álags. Már Kristjánsson, forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu spítalans, sagði þá að það væri sorglegt að starfsfólk sjái ekki aðra lausn en að hætta og hann kvíði því að fleiri fái nóg. Álagið á bráðamóttöku hefur verið erfitt um nokkurt skeið og hefur Landspítali ítrekað varað við stöðunni. „Álagið hefur stigmagnast. Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp og það er bara algjört ráðaleysi í gangi virðist vera, eða þá að hlutirnir ganga svona hægt,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu skömmu eftir að hún skilaði inn uppsögn sinni. Síðasta stráið var að hennar sögn þegar hátt í hundrað sjúklingar voru á bráðamóttökunni kvöldið áður, þar af um þrjátíu innlagðir, og hún þurft að horfa upp á bráðveikt fólk bíða klukkutímum saman. „Fólk kemur heim og er með logandi samviskubit yfir vaktinni og það hefur áhrif á okkar líf og okkar nánustu líka. Þannig þá verður maður bara að fara að hugsa sinn gang,“ sagði Soffía. Heilbrigðisráðuneytið hefur myndað nýtt viðbragðsteymi um bráðaþjónustu í landinu til að rýna í stöðuna.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36 Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26 Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Sjá meira
Fjórir sögðu upp í dag: „Við erum búin að hrópa og kalla og biðja um hjálp“ Fjórir hjúkrunarfræðingar sögðu í dag upp störfum á bráðamóttöku vegna álags. Ein þeirra segir algjört ráðaleysi í heilbrigðismálum. Manneklan sé gríðarleg og hún telur ljóst að staðan eigi eftir að versna. Heilbrigðisráðherra segir að byggja þurfi upp innviði og styðja við þá takmörkuðu auðlind sem heilbrigðisstarfsfólk er. Mikil áskorun sé þó fram undan. 31. maí 2022 19:36
Sagði upp á bráðamóttökunni: „Ég vil ekki vera ábyrg fyrir mannslífum“ Hrönn Guðbjartsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur á bráðamóttökunni á Landspítala hefur sagt upp störfum vegna álags. Hrönn segir að staðan á deildinni sé svo slæm að hún sjái sér ekki fært að tryggja öryggi þeirra sjúklinga sem hún sé í hvert sinn ábyrg fyrir. 2. maí 2022 20:26
Bindur vonir við að nýtt teymi komi skipulaginu aftur í lag Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítala fagnar nýju viðbragðsteymi heilbrigðisráðherra og segir nýtt að svona víðtækt samráð sé milli þjónustuaðila. Staðan væri þó áfram þung á bráðamóttökunni og þar sem mikið ólag er á skipulagi í heilbrigðismálum. Skoða þurfi hvernig kerfið í heild sinni er í pottinn búið áður en aðgerðir á borð við aukið fjármagn eru ræddar. 11. júní 2022 23:14