Hungursneyð í uppsiglingu vegna stríðsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júní 2022 12:45 Braggi sem notaður var til að hýsa korn austan við borgina Zaporizhia í austurhluta Úkraínu. Getty Árásir Rússa í Úkraínu hafa gert það að verkum að hluti heimsins stendur frammi fyrir hungursneyð, að mati talsmanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna. Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Hernaðarátökin í Úkraínu hafa komið í veg fyrir útflutning á korni frá landinu, sem kallað hefur verið brauðkarfa heimsins, en Úkraína er fimmti stærsti útflutningsaðili korns í heiminum. Sendifulltrúar Rússlands harðneita því að þeir séu sekir um að halda matarbirgðum í gíslingu með lokunum á úkraínskum höfnum. „Þegar stríð eru háð, verður fólk hungrað,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, í Öryggisráðinu í dag. Hann bendir á að um 60 prósent þeirra íbúa sem búa við matarskort nú þegar, verði fyrir áhrifum af stríðinu. „Þegar Öryggisráðið deilir um átök, deilir það um leið um hungursneyð,“ bætti Guterres við. „Og þegar okkur mistekst að ná sátt, líður hungrað fólk fyrir það.“ António Guterres hefur áhyggjur af hungursneyð vegna stríðsins. Hann ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag. AP Guterres segir um 44 milljón manns í 38 löndum nú búa við algjört neyðarástand vegna stríðsins. Lokanir á höfnum Úkraínumanna hafi í raun bundið enda á útflutning á korni. Með áframhaldandi lokunum sjá Sameinuðu þjóðirnar fram á að 181 milljón manns í 41 landi gætu glímt við alvarlegan matarskort eða jafnvel hugnursneyð á þessu ári. „Það er til nóg af mat í heiminum, vandamálið er dreifingin,“ sagði Guterres en margir talsmenn í Öryggisráðinu tóku í sama streng. Viðræður um öryggishlið í strand Samanlagt flytja Rússar og Úkraínumenn út tæplega þriðjung hveitis og byggs í heiminum. Matarkostnaður á heimsvísu er nú þegar á uppleið og stríðið hefur bætt gráu ofan á svart með því að koma í veg fyrir að rúmlega 20 milljón tonn af Úkraínsku korni komist til Mið-Austurlanda, Norður-Afríku og hluta Asíu. Vikulangar viðræður um öryggishlið á höfnum, til að koma korni úr landinu, hafa náð litlum árangri en ljóst er að brýn þörf er til skjótra aðgerða nú þegar stutt er í uppskerutíma sumarsins. Að öllu óbreyttu er séð fram á skelfilegar afleiðingar matarskorts í heiminum enda eru um 400 milljón manns sem reiða sig á matarbirgðir Úkraínumanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Matvælaframleiðsla Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Rússar skilja eftir sig 100 daga slóð dauða og eyðileggingar Rússneska innrásarliðið í Úkraínu hefur skilið eftir sig dauða og eyðileggingu í norður-, austur- og suðurhluta landsins á þeim hundrað dögum sem liðnir eru frá því innrásin hófst. Síðustu daga og vikur hafa Rússar látið stórskotum og eldflaugum rigna yfir borgir og bæi í Donbashéraði. 3. júní 2022 19:12