Fótbolti

Selma Sól skoraði í toppslag gegn Ingibjörgu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Selma Sól Magnúsdóttir var á skotskónum í dag. 
Selma Sól Magnúsdóttir var á skotskónum í dag.  Vísir/Getty

Selma Sól Magnúsdóttir skoraði seinna mark Rosenborgar þegar liðið sigraði Vålerenga 2-0 í leik liðanna í öðru og þriðja sæti norsku efstu deildarinnar í fótbolta kvenna í dag.  

Mark Sellmu Sólar kom skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en hún skaut fá föstu og hnitmiðuðu skoti í vinstra hornið rétt fyrir utan vítateig Vålerenga. 

Þetta er þriðja markið sem Selma Sól skorar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. Ingibjörg, miðverði Vålerenga, var vísað af velli með rauðu spjaldi á lokaandartökum leiksins. 

Rosenborg er eftir þennan sigur tveimur stigum á eftir Berglindi Björg Þorvaldsdóttir, Svövu Ros Guðmundsdóttur og samherjum þeirra hjá ríkjandi meisturum, Brann. 

Vålerenga er svo í þriðja sæti, fimm stigum frá toppnum og þremur stigum á eftir Rosenborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×