Baráttunni fyrir ríkisborgararétti loksins lokið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. júní 2022 21:20 Uhunoma hefur búið hjá Morgane og fjölskyldu hennar síðustu tvö árin. vísir/einar 22 ára maður frá Nígeríu, sem lenti í mansali og kynferðisofbeldi á flótta frá heimalandi sínu, er orðinn íslenskur ríkisborgari eftir margra ára baráttu. Hann er nú staðráðinn í að skapa sér líf á Íslandi en fyrst á dagskrá er að læra íslensku. Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“ Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Uhunoma Osayamore getur nú kallað sig Íslending eftir að Alþingi samþykkti frumvarp rétt fyrir þinglok um að veita 12 manns ríkisborgararétt. Uhunoma sagði ótrúlega sögu sína í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrra en hann lenti meðal annars í mansali og kynferðisofbeldi þegar hann var á flótta frá heimalandi sínu. Nú ári síðar er Uhunoma loksins orðinn íslenskur ríkisborgari. Þegar hann heyrði fréttirnar trúði hann því varla. „Er þetta raunverulegt? Ég þorði aldrei að vona þetta. Ég bjóst aldrei við að þetta yrði niðurstaðan,“ segir Uhunoma í samtali við fréttastofu. Hann býr hjá fósturfjölskyldu sinni í miðbæ Reykjavíkur. „Þau hafa sýnt mér þann besta kærleika sem ég hélt aldrei að mér myndi hlotnast,“ segir hann. Vita ekkert hver kom þeim saman En það er þeim enn hulin ráðgáta hvernig þau kynntust. Fyrir tveimur árum sat Uhunoma einn á strætóstoppistöð í Hafnarfirði, grátandi eftir að hafa verið neitað um dvalarleyfi af Útlendingastofnun þegar ókunnug kona gaf sig á tal við hann. Hún skrifaði þá símanúmer niður á blað sem Uhunoma hringdi í nokkrum dögum síðar - það var númerið hjá Morgane Priet-Mahéo, sem vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið þegar Uhunoma hringdi en ákvað að hjálpa honum og skoða mál hans. Hann var svo farinn að búa hjá ekki og fjölskyldu hennar skömmu síðar. „Við vitum ekki enn þá hver þessi kona var. Ég þekki mjög fátt fólk þar [í Hafnarfirði] svo að já, ég myndi alveg vilja vita hver gaf símanúmerið,“ segir Morgane. Og nú þegar Uhunoma er orðinn Íslendingur kveðst hann staðráðinn í að læra íslensku. „Núna ætla ég að byrja. Nú þegar óttinn við brottvísun er horfinn úr lífi mínu ætla ég að einbeita mér að því að læra mjög vel,“ segir Uhunoma. Og það er aðeins fyrsta skrefið. Uhunoma er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Ég ætla að mennta mig og fá mér vinnu. Ég vil verða eitthvað. Ég vil gera eitthvað. Ég vil verða gagnlegur fyrir samfélagið.“
Flóttafólk á Íslandi Alþingi Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira