Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, staðfestir andlátin í samtali við fréttastofu. Segir hann að 34 séu nú inniliggjandi á Landspítala með Covid-19, ýmist á legudeildum og bráðamóttöku spítalans.
Alls hafa þá 155 manns látist á Íslandi vegna Covid-19. Í síðustu viku var sagt frá því að um og yfir tvö hundruð manns hafi verið að greinst með kórónuveiruna á dag síðustu daga.
Hafi flestir þeir sem greinast nú ekki fengið Covid-19 áður en endursmit séu undir 10 prósent af daglegum greindum smitum.
Grímuskylda starfsmanna, sjúklinga og gesta á Landspítala var endurvakin 16. júní 2022 vegna vaxandi fjölda smita í samfélaginu og fjölda inniliggjandi sjúklinga, en spítalinn er nú á óvissustigi vegna faraldursins.
