Fær ekki líftryggingu eftir að hafa leitað sér hjálpar vegna þunglyndis Árni Sæberg skrifar 21. júní 2022 16:46 TM og VÍS neituðu Stefáni um líftryggingu einfaldlega vegna þess að hann er þunglyndur. Aðsend/Vísir Stefán Árnason hefur fengið synjun á umsókn um líftryggingu frá tveimur vátryggingafélögum. Þau hafa synjað umsóknum hans af þeim ástæðum einum að hann sé þunglyndur og hafi leitað sér hjálpar vegna þess. „TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur. Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
„TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála,“ „Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004,“ Þetta eru svörin sem Stefáni hafa borist eftir að hafa sótt um líftryggingar hjá TM og VÍS, en hann vakti athygli á málinu í innsendri skoðanagrein hér á Vísi. Í samtali við Vísi segist Stefán líftryggður en að hann vilji nú bæta við trygginguna til að endurspegla betur núverandi stöðu hans hvað varðar tekjur hans og skuldbindingar. Hann segist hafa sett sig í samband við tryggingafélögin og reynt að bjóðast til að greiða hærri iðgjöld fyrir líftryggingu eða samþykkja að settur verði fyrirvari í vátryggingarsamning svo hann gildi ekki um atvik tengdum andlegum veikindum. „Ég hef bara ekki fengið frekari útlistun á þessari neitun,“ segir hann. Enn furðulegra að Sjúkratryggingar taki ekki þátt í sálfræðikostnaði „En svo er stærra mál í þessu að það sé ekki búið að setja þennan málaflokk inn í sjúkratryggingarnar,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Árið 2020 var frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, á þá leið að sjúkratryggingar taki til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar, samþykkt og tóku nýju lögin gildi árið 2021. Enn bólar ekkert á þátttöku Sjúkratrygginga Íslands í kostnaði fólks vegna sálfræðiþjónustu. „Það var skrifað undir eitthvað árið 2021 en við erum komin ansi langt frá þeim tíma,“ segir Stefán. „Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata,“ segir Stefán í greininni. Þá segir hann einnig að einkarekin tryggingafélög mættu endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í verkefninu með okkur.
Tryggingar Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?