„Bæði lið eiga að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júní 2022 16:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiksins gegn Levadia Tallin í kvöld. Vísir/Stöð 2 Íslandsmeistarar Víkings taka á móti eistneska liðinu Levadia Tallin í undanúrlslitum umspilsins um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, kveðst spenntur fyrir verkefninu og segir að um hálfgerðan úrslitaleik sé að ræða. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég er bara mjög spenntur. Þetta er stór leikur í sögu Víkings,“ sagði Arnar í samtali við Stöð 2 í dag. „Það er ekki oft sem við erum í Evrópukeppni. Og svo líka fyrir mig persónulega, þetta er fyrsti leikurinn minn sem þjálfari í Meistaradeildinni. Við leggjum gríðarlega áherslu á þennan leik og að komast áfram. Það er mikið í húfi fyrir íslenskan fótbolta. Við erum í góðu formi þannig að það er bara góð stemning í Víkinni.“ Mikil rigning hefur sett svip sinn á þennan lengsta dag ársins, en Arnar telur að það muni ekki hafa meiri áhrif á annað hvort liðið. „Ég held að það muni hjálpa bara báðum liðum fyrst að leikurinn er á gervigrasi. Þeir eru náttúrulega vanir að spila á því líka og menn vilja spila á rennblautu gervigrasi. Boltinn flýtur hraðar og það hentar okkur mjög vel. Er þetta ekki bara alíslenskt veður og ekkert hægt að kvarta yfir því. Það verður ekki mikill vindur hérna í Fossvoginum eins og vanalega, en rennblautur völlur mun hjálpa báðum liðum, klárlega.“ Ekki bara erfiðasta liðið í riðlinum, heldur langerfiðasta Fyrr í dag mættust Inter Escaldes frá Andorra og La Fiorita frá San Marínó í leik þar sem þeir fyrrnefndu höfðu betur, 2-1. Sigurlið kvöldsins mun því mæta Inter Escaldes í úrslitaleik umspilsins, en Arnar segir að Levadia Tallin sé sterkasti andstæðingurinn sem Víkingur gat fengið. „Nei, langerfiðasta liðið,“ sagði Arnar aðspurður að því hvort Levadia Tallin væri erfiðasta liðið að mæta af þessum þrem sem möguleiki var á. „Annað hvort erum við að fara að mæta þessu liði í úrslitaleik á föstudaginn eða núna og það er fínt að klára þennan leik. Með fullri virðingu fyrir liðunum frá Andorra og San Marínó þá eiga bæði Víkingur og Levadia að vinna þau tvö lið, þótt fótboltinn sé stundum skrýtinn. En úrslitaleikurinn er að mínu mati að fara fram hérna á eftir.“ „Ég er ekki að segja að það sé formsatriði fyrir bæði lið að klára þá leikinn á föstudaginn, en miðað við leikinn sem var hérna áðan þá eiga bæði lið að líta á þennan leik á eftir sem úrslitaleik.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs fyrir Levadia leikinn Vonar að heimavöllurinn hjálpi og gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins Levadia Tallin er ríkjandi meistari í Eistlandi, rétt eins og Víkingur er ríkjandi meistari hér á Íslandi og Arnar segir margt svipað með þessum tveimur liðum. „Þeir eru ekkert ósvipaðir og við. Þeir leggja mikið upp úr því að halda bolta og eru góðir í því. Þeir eru ásamt Flora Tallin tvö langbestu liðin í Eistlandi. Það er svona kannski til marks um þeirra styrkleika þá urður þeir meistarar í fyrra og Flora Tallin komst í riðlakeppnina í Sambandsdeildinni, bara svona til að menn átti sig aðeins á styrkleika deildarinnar.“ „Þetta er 50/50 leikur, en vonandi mun heimavöllurinn hjálpa okkur mikið og við fáum góðan stuðning. Eins og ég sagði áðan þá er mikið í húfi bæði fyrir okkar klúbb og íslenska knattspyrnu, þannig að vonandi verður stemning í Víkinni á eftir,“ sagði Arnar sem gerir sér fullkomna grein fyrir mikilvægi leiksins. „Við því miður höfum hrapað neðarlega á listann sem gerir það að verkum að við erum að spila í umspili um að komast í forkeppni hérna á eftir. Það er ekki góð þróun ásamt því að við séum búin að missa fjórða sætið okkar og ég þarf ekkert að segja hversu mikla þýðingu þetta hefur fjárhagslega fyrir íslenskan fótbolta.“ „Við þurfum bara að taka þessa ábyrgð, og taka henni mjög alvarlega, ásamt Blikum, sem gerðu mjög gott mót í Evrópukeppni í fyrra og KR sem eru fulltrúar Íslands í ár. Við þurfum bara að girða okkur í brók og fá þetta fjórða sæti aftur,“ sagði Arnar staðráðinn í því að gera vel í Evrópuævintýri Víkings. Leikur Víkings og Levadia Tallin hefst klukkan 19:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Inter Escaldes í úrslit á Víkingsvelli Inter Escaldes frá Andorra leikur til úrslita í umspili um sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 2-1 sigur gegn La Fiorita frá San Marínó. Í kvöld kemur svo í ljós hvort Íslandsmeistarar Víkings eða eistneska liðið Levadia Tallin verður andstæðingur þeirra. 21. júní 2022 15:07
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn