Er kjarnorkuafvopnun á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Guttormur Þorsteinsson skrifar 22. júní 2022 08:30 Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun