Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 08:01 Það verður vel fagnað ef að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur þeirra í landsliðinu komasta áfram úr sínum riðli á EM. Því myndi einnig fylgja aukið verðlaunafé. vísir/Hulda Margrét Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira