„Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur“ Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 12:00 Íslenska liðið hefur þróað sinn leikstíl vel undir stjórn Þorsteins Halldórssonar en fram undan eru þung próf á EM í Englandi. Getty/Oliver Hardt Harpa Þorsteinsdóttir segir að það eigi ekki lengur við íslenska kvennalandsliðið í fótbolta að liggja bara í vörn gegn sterkum mótherjum. Hún telur Ísland eiga að geta stjórnað leikjunum gegn Belgíu og Ítalíu á EM í næsta mánuði. Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Leikaðferð Íslands var til umræðu í sérstakri EM-útgáfu af Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Helena Ólafsdóttir spurði Hörpu hvernig hún teldi að Ísland myndi nálgast sína leiki. „Ég held að undirbúningurinn sé búinn að vera gríðarlega góður og það er sérvalið fólk í hverju rými sem er búið að liggja yfir leikgreiningum og þess háttar. Ég held að við munum því alltaf bara fara í leiki með það upplegg sem hentar hverju sinni,“ sagði Harpa. Ísland mætir Belgíu 10. júlí, því næst Ítalíu 14. júlí og loks Frakklandi 18. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast svo áfram í 8-liða úrslit. Klippa: Bestu mörkin - Leikaðferð landsliðsins „Auðvitað komum við til með að liggja til baka á móti Frökkum. Annað væri bara ótrúleg bjartsýni. En á móti Belgíu finnst mér að við eigum að vera stærra liðið í þeim leik. Þar erum við að fara að stjórna og halda í boltann, og þurfum að vera virkilega klókar í öllum okkar aðgerðum. Gegn Ítalíu sömuleiðis. Ég lít þannig á þessa tvo leiki [gegn Belgíu og Ítalíu] að það séu leikir þar sem við munum alls ekki liggja til baka og spila einhverja gamla íslenska leið. Íslenska leiðin er ekkert þannig lengur. Við erum farnar að vera mikið betur spilandi, farnar að tengja mikið betur á milli „línanna“ [línu varnarmanna, miðjumanna og sóknarmanna] en við gerðum bara fyrir tíu árum síðan. Það skilar sér inn í liðið hvað við erum með marga leikmenn sem eru að spila á hæsta getustigi úti um allan heim. Það skilar sér í sjálfstrausti og í að geta farið eftir því uppleggi sem núna er lagt upp með,“ segir Harpa.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Bestu mörkin Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira