Atli Sigurjónsson: Við gefum þeim mörkin Sverrir Mar Smárason skrifar 23. júní 2022 21:57 Atli Sigurjónsson í leiknum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Atli Sigurjónsson, sóknarmaður KR, var ansi svekktur eftir 4-0 tap gegn Blikum í Kópavogi í kvöld. KR-ingar byrjuðu vel en voru svo sjálfum sér verstir þegar leið á. „Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
„Þetta er auðvitað bara mjög erfitt að fá svona stóran skell. Okkur leið ágætlega til að byrja með en svo gefum við þeim þessi tvö mörk og þá er þetta bara erfitt eftir það. Við gefum þeim mörkin, nýtum ekki sénsana okkar og það er mjög erfitt að vera að tala eitthvað jákvætt um okkar leik hérna, allavega í fjölmiðlum. Við tökum upp jákvæðu hlutina kannski inni í klefa frekar. Það eru engar afsakanir fyrir þessu,“ sagði Atli. Staðan var 2-0 í hálfleik og í upphafi síðari hálfleiks stýrðu Blikar leiknum áður en þeir komust svo í 4-0 eftir um klukkutíma leik. „Við ætluðum bara að nýta okkar sénsa og koma í veg fyrir þessi klaufamistök eins og hægt er að koma í veg fyrir mistök, þau gerast bara. Þetta fór ekki vel af stað í seinni og eftir það er bara mikið basl og erfitt að gera eitthvað úr þeirri stöðu sem við vorum komnir í,“ sagði Atli. Undirrituðum fannst sóknarleikur KR í kvöld vera tilviljanakenndur og sömuleiðis þegar leið á þá virkaði Atli eini KR-ingurinn sem hafði trú og vilja til þess að skapa færi. „Þetta lítur oft illa út þegar mörkin detta svo öðru megin, án þess að taka neitt af blikum, mörk breyta leikjum og hefðum við náð að pota inn einu áður en við gefum þessi mörk í byrjun þá lítur þetta öðruvísi við en eins og ég sagði áðan að þá eftir að hafa tapað 4-0 getum við ekki verið að setja út á eitt eða neitt. Þetta var lélegt.“ „Það er mjög erfið spurning fyrir mig að svara og ég get ekki verið sammála því [að hann sé eini leikmaður KR með trú]. Ég held það séu fleiri að reyna. Augljóslega í dag gekk það mjög illa en við erum allir að reyna og þetta er fyrsti tapleikurinn í nokkuð mörgum leikjum þannig að við rífum okkur bara strax í gang fyrir næsta leik. Bikarleikur fyrst og síðan höldum við áfram að reyna að safna stigum í deildinni,“ sagði Atli. Í bikarnum leikur KR gegn 2. deildarliði Njarðvíkur sem trónir taplaust á toppi 2.deildar og unnu m.a. 6-0 sigur á liðinu sem er að elta þá í gær. Atli telur það verða hörku leik. „Þetta verður bara mjög erfiður leikur, útileikur, þeir á „rönni“ og við að koma úr svona tapleik. Það er búið að vera mikið af leikjum svo við þurfum að ná góðri endurheimt og bara rífa okkur allverulega í gang því þetta verður mjög erfiður leikur,“ sagði Atli að lokum um bikarleikinn.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik KR Fótbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik-KR 4-0 | Toppliðið vann stórsigur gegn gamla stórveldinu Breiðablik er nú með 11 stiga forskot á toppi Bestu-deildar karla eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn KR á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2022 22:43