Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2022 12:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur víst að nokkrir sinna umbjóðenda muni fara fram á endurupptöku á sínum málum. vísir/Rakel Ósk Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira