Framsókn fer enn með himinskautum Heimir Már Pétursson skrifar 24. júní 2022 19:57 Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins einu prósentustigi minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vísir/Vilhelm Það er varla marktækur munur á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og Framsóknarflokkurinn er enn að sækja í sig veðrið. Formaður flokksins segir vaxandi fylgi við hófsama skynsemisstefnu á tímum öfgahyggju. Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er enn á mikilli siglingu. Í nýrri könnun Maskínu sem gerð var dagana 1. til 23. júní mælist flokkurinn með 18,3 prósenta fylgi. Bætir við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun í maí. Formaður Framsóknarflokksins er að vonum ánægður með enn vaxandi fylgi.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður flokksins segir framsóknarstefnuna sígilda. Þessi elsti stjórnmálaflokkur landsins hafi náð að endurnýja sig á hverjum tíma. „Miðjuflokkar hafa stundum átt erfitt uppdráttar. En í vaxandi pólariseringu heimsins og öfgahyggju held ég að vaxandi hópur Íslendinga og reyndar miklu fleiri aðhyllist hófsama skynsemisstefnu sem við erum með Framsókn,“ segir Sigurður Ingi. Það munar einungis einu prósentustigi á fylgi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem nú mælist með 19,3 prósent atkvæða. Það er litlu meira en í síðustu könnun en flokkurinn hlaut 24,4 prósent í alþingiskosningunum fyrir níu mánuðum. Hér á myndinni segir að Framsóknarflokkurinn mælist með 17,3 prósent en hið rétta er 18,3 prósent. Kristján Jónsson Nú er varla marktækur munur á milli þessara tveggja stjórnarflokka en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn enn stærstan. „Þetta er bara könnun sem er í línu við það sem við höfum verið að sjá í öðrum könnunum. Á síðasta hálfa ári hefur verið gengið tvisvar til kosninga. Við höfum legið í kringum 25 prósent í kosningum rétt rúmlega hálfa árið. Það er bara eins og alltaf verk að vinna og ég í sjálfu sér kippi mér ekki upp við einstakar kannanir.“ Framsóknarflokkurinn er að sækja vel í sig veðrið frá síðustu könnun? „Já, sem er líka í ákveðnum takti við að stjórnarandstaðan er líka tvístruð og ósamstíga. Ég er bara ánægður með ef stjórnarflokkar halda sínu fylgi. Það skiptir máli fyrir ríkisstjórnina,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira