Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 14:40 Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota. Vísir/EPA Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Maxwell var flutt í einangrun í fangelsinu eftir að hún var sett á sjálfsvígsvakt. Bobbi Sternheim, lögmaður hennar, segir að hún geti ekki búið sig undir ákvörðun refsingarinnar á viðunandi hátt í bréfi til dómarans í málinu. Hann fullyrðir að fatnaður hennar, tannbursti, sápa og skjöl hafi verið tekin af henni. Neitaði lögmaðurinn að Maxwell væri haldin sjálfsvígshugsunum og fullyrti að sálfræðingur sem skoðaði hana í gær hafi komist að sömu niðurstöðu, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Saksóknarar hafa farið fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell þar sem hún hafi ekki sýnt neina iðrun gjörða sinna. Hún var sakfelld fyrir mansal og að finna og tæla stúlkur sem Epstein misnotaði svo á árunum 1994 til 2004. Verjandi Maxwell vill að ákvörðun refsingar verði frestað ef hún fær ekki að undirbúa sig nægilega á meðan hún er á sjálfsvígsvakt. Hún hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Sjö konur sem saka Maxwell um að hafa hjálpað Epstein að ræna þær æskunni skrifuðu dómaranum í málinu bréf og báðu hann um að hafa þjáningar þeirra í huga við ákvörðun refsingar hennar, að sögn AP-fréttastofunnar. Fjórar konu báru vitni við réttarhöldin yfir Maxwell og lýstu þær hvernig Epstein og Maxwell hefðu misnotað þær á nokkrum stöðum um áratugslangt skeið. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst 2019. Hann beið þá þess að réttað yrði yfir honum vegna ákæru fyrir mansal. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Píeta samtökin. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Vilja að Maxwell verði dæmd í að minnsta kosti 30 ára fangelsi Saksóknarar í New York hafa farið fram á að minnsta kosti 30 ára dóm yfir Ghislaine Maxwell, vinkonu Jeffrey Epstein sem var fundin sek um að hafa stundað mansal með því að útvega Epstein stúlkur undir lögaldri til að misnota. 23. júní 2022 06:49