Hafdís Bára Höskuldsdóttir kom Víkingum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik en Linli Tu jafnaði metin sjö mínútum síðar og staðan 1-1 í hálfleik. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 1-1 í Víkinni.
Jafntefli gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru í harðri baráttu við HK, Tindastól og FH á toppnum. Sem stendur er Víkingur í 4. sæti með 16 stig eftir átta umferðir, þremur minna en FH sem trónir á toppnum með 19 en á þó leik til góða.
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er sæti neðar með stigi minna.