Dansstelpur óttast að missa af keppni eftir að flugi þeirra var aflýst Árni Sæberg skrifar 26. júní 2022 18:42 Stelpurnar frá JSB eru ekki sáttar. Aðsend Hópur stelpna frá danslistarskóla JSB lenti í því að flugi hans til Madrídar með flugfélaginu Play var aflýst. Stelpurnar, sem eru á aldrinum fimmtán til sautján ára, eru miður sín enda stefnir í að þær missi af alþjóðlegri danskeppni sem þær hafa æft fyrir í fleiri mánuði. Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Helga Hlín Stefándóttir, danskennari hjá JSB, segir farir sínar ekki sléttar eftir að fluginu var aflýst í dag. Hún segir að rétt fyrir ætlaða brottför hafi borist tölvupóstur frá Play þess efnis að fluginu yrði frestað, klukkustund síðar hafi hópurinn svo séð á tilkynningskjá í Leifsstöð að fluginu hafi verið aflýst. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir í samtali við Vísi að félagið hafi þurft að aflýsa fluginu vegna tjóns á flugvél. Rekist hafi verið í eina vél félagsins á flugvelli erlendis og viðgerð hafi tafist vegna manneklu. Allur fluggeirinn glímir við mikinn vanda um þessar mundir vegna manneklu á flugvöllum víða um heim. Þá segir hún að félagið hafi þegar haft samband við alla þá sem áttu bókað flugfar til Madrídar í dag. Play muni endurgreiða fargjaldið og borga mismun á gjaldi ef fólk þarf að kaupa dýrara flug. Hafa æft atriðið frá nóvember Helga Hlín segir hópnum hafi verið boðið far með næsta áætlunarflugi Play til Madrídar á miðvikudag. „Það er of seint fyrir okkur. Við erum með stelpur sem eru að fara að keppa bæði á þriðjudag og miðvikudag, svo það gengur ekki. Nú erum við í miklum vandræðum með að koma hópnum út til Spánar,“ segir hún. Helga Hlín segist lítið hafa geta gert í málinu hingað til, hún var á leið heim frá Keflavík þegar Vísir náði tali af henni en fram að heimför hafði hún verið í því að hugga stelpurnar. „Ég var bara þarna með grátandi nemendur og allir alveg miður sín, búnir að æfa atriðið síðan í nóvember. Þetta er alveg ömurleg staða en ég ætla að gera mitt besta til að koma þeim út, sama þótt við þurfum að taka fjórar flugvélar,“ segir hún. „Það var bara eins og þeir væru ekki til“ Helga Hlín gagnrýnir Play harðlega og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ævinni, þrátt fyrir að hafa ferðast mikið til útlanda. „Þeir bara svara ekki neinu, þeir svara ekki tölvupóstum eða á Facebook-spjallinu. Þeir voru ekki með neinn sjánlegan starfsmann á flugvellinum sem vissi eitthvað, það var eins og þeir væru bara ekki til,“ segir hún. Nadine Guðrún segir hins vegar að allir farþegar hafi fengið skilaboð fyrir hádegi í dag þess efnis að fluginu yrði frestað og því ættu farþegar ekki að mæta upp á flugvöll. Frekari upplýsinga væri að vænta klukkan 15 en þá hafi borist önnur skilaboð og þrenn önnur yfir daginn. „Við erum öll af vilja gerð og viljum svara öllum hratt og örugglega en þegar það kemur upp svona staða og við neyðumst til að aflýsa flugi þa hafa allir samband i einu. Þá er eina sem við getum gert að senda skilaboð á alla í einu. Við erum að fljúga með fjögur þúsund farþega á dag og það eru tuttugu til þrjátíu flugferðir á dag og ef við missum eina flugvél í einhvern tíma þá þarf að skipuleggja allt upp á nýtt, sem tekur tíma,“ segir Nadine Guðrún í samtali við Vísi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Spánn Ferðalög Dans Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira