Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 16:22 Frá G7 fundinum. AP Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á. Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira