Hefur óþol fyrir kjaftæði, segir það sem honum finnst og er með einkar þétt handaband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júní 2022 07:01 Grétar Rafn starfaði stuttlega fyrir KSÍ en hefur störf hjá Tottenham Hotspur 1. júlí. Vísir/Vilhelm Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn til enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur þar sem hann mun hafa umsjón með frammistöðu leikmanna liðsins. The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
The Athletic fór í saumana á ferli Grétars Rafns og hvað hann kemur með að borðinu hjá Tottenham. Hinum fertuga Grétari Rafni er lýst sem beinskeyttum einstakling sem hefur óþol fyrir kjaftæði og þá tekur hann svo fast í spaðann á mönnum að þeir eru við það að handarbrotna. Sagan segir að leikmenn Everton hafi fagnað er ekki mátti lengur takast í hendur sökum kórónuveirunnar. Why are #THFC appointing someone who was so senior in Everton's recruitment team?Reaction to the appointment was not entirely positiveBut going bit deeper + looking at Everton situation in context, you can see why Spurs are so excited about their hirehttps://t.co/ufQxE83G5v— Charlie Eccleshare (@CDEccleshare) June 24, 2022 Grétar Rafn starfaði hjá félaginu eftir að ná aðdáunarverðum árangri sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood Town. Þó það hafi mikið gengið á hjá Everton þá virðist orðspor Grétars Rafns ekki hafa borið skaða af. Hann er nú mættur til Tottenham eftir stutt stopp hjá KSÍ og þó um nýja stöðu sé að ræða hjá félaginu þá má segja að Grétar Rafn verði hálfgerður aðstoðarmaður Fabio Paratici, yfirmanns knattspyrnumála, hjá félaginu. Hann hefur störf 1. júlí næstkomandi og má Tottenham búast við manni sem mun alltaf segja skoðanir sínar, sama þó þær gætu sært einhvern. Eftir að ákveðið var að búa til nýtt stöðugildi þá voru forráðamenn Tottenham fljótir að sækjast eftir undirskrift Grétars Rafns. Mun hann koma að leikmannamálum félagsins sem og íþróttavísindum tengdum aðalliði og akademíu þess. „Hann er maður sem þú getur treyst í einu öllu. Hann er til í að vinna dag og nótt,“ sagði Marcel Brands, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Everton, er Athletic ræddi við hann um Grétar Rafn. Einnig er tekið fram að Grétar Rafn deili sömu hugmyndum og bæði Paratici og Antonio Conte er kemur að þeim leikmönnum sem Tottenham ætti að fá í sínar raðir. Tottenham Hotspur endaði í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tekur því þátt í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð. Liðið hefur þegar sótt markvörðinn Fraser Forster, Ivan Perišić og Yves Bissouma.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira