Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Atli Ísleifsson skrifar 28. júní 2022 07:27 Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009. Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi Björns Ingimarssonar, sveitarstjóra Múlaþings, og Sigurðar í síðustu viku. Banaslys varð nærri listaverkinu fyrir viku þegar erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést. Fjallað hefur verið um að kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni hafi verið tekinn niður vegna framkvæmda þegar slysið varð. Í tilkynningu frá skrifstofu Múlaþings segir að þeir Björn og Sigurður harmi það sorglega slys sem hafi orðið við listaverkið og vilji gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að nokkuð þessu líkt geti gerst aftur. „Listamaðurinn, ásamt fleirum, hafði verið mótfallinn því að verkið yrði afgirt með kaðli sem aðskildi verkið frá athafnarsvæði hafnarinnar en fyrir hönd sveitarfélagsins hefur verið settur upp slíkur aðskilnaður meðfram verkinu. Óvíst er þó að sá búnaður hefði komið í veg fyrir það slys sem varð þar sem þau sem staðinn sækja eru ekki öll að fara þá gönguleið sem þar er mörkuð og er því það okkar samdóma álit að flutningur listaverksins af svæðinu sé nauðsynlegur. Eggin í Gleðivík eru eitt vinsælasta útilistaverk landsins og laðar að sér tugþúsundir gesta á ári hverju og er því fengur í að hafa verkið aðgengilegt fyrir ferðamenn og aðra gesti úr listaheiminum og því nauðsynlegt að velja því stað sem tryggir öryggi gesta. Við munum hafa samvinnu um það ferli,“ segir í tilkynningunni. Listaverkið samanstendur af eftirmyndum 34 fuglseggja sem eru slípaðar í grjót og var vígt árið 2009.
Múlaþing Styttur og útilistaverk Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Sjá meira
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41