Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 08:55 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði við opnun meðferðarheimilisins að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi fengið að klippa borða í ráðherratíð sinni. Vísir/Tryggvi Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“ Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira