Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 13:43 Björgunarmenn leita í rústum byggingar í bænum Serhiivka, um 50 kílómetrum suðvestur af Odessa, í morgun. AP/Nina Lyashonok Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent